Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 24
26
Blómarœkt.
Það gekk líkt með blómin og í fyrra sumar. Tíðarfarið
var svo svipað, og það hefur mest að segja, þar sem
blómaræktin er stundum úti um sumartímann. Blómin
þarfnast svo mikið sólar og yls, ef þau eiga að ná fullum
þroska og njóta sín vel.
Dálítið dó af fjölærum plöntum í vetur, en einkum voru
það þó tvíæru plönturnar, sem mikið fækkuðu.
Fjölæru blómin blómstruðu öll þetta meira og minna,
en best þau, sem blómstruðu fyrst, t. d. Prímúlan o. fl. af
vorblómum, sem blómstraði vel og vöktu mikla gleði. Þeg-
ar leið á sumarið vildu stormar og rigningar eyðileggja
blómin, og leggja út af plöntunum.
Fjölæru blómafræi var sáð eins og venjulega, og plant-
að út í ágúst og september.
Sumarblómafræinu var sáð seinni partinn í apríl, en
sumu dálítið fyr, og farnaðst því betur sem fyr var sáð.
Um mánaðamótin maí og júni, var fyrst plantað út í
garðinn og voru plönturnar hraustar og góðar. Hirðing
á plöntunum og meðferð öll sú sama, sem áður hefur ver-
ið. Plönturnar náðu góðri stærð, en blómstruðu seint, og
blómin stóðu stutt. Ýmsar Dahlíur höfðum við hér í sum-
ar, sem voru alveg skínandi fallegar, en þær voru mest
hafðar inni í vermihúsinu.
Bæði einærar og fjölærar blómaplöntur voru seldar
hér úr stöðinni í vor.
Matjurtir.
Þó stirt hafi viðrað í sumar, er ekki hægt annað að
segja, en sæmilega vel hafi gengið með matjurtirnar.
Það spratt með seinna móti í suinar, en gaf þó flest eða
alt viðunandi góða uppskeru.