Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Side 26
I Miklumýrum.
Útvarpserindi eftir Árna O. Eylands.
Því fleira, sem fyrir augun ber út um löndin, því ljósara
verður hverjum glöggsýnum íslendingi, að landið okkar á
engan sinn líka, hvorki um gæði né galla. Það er sérstætt.
Mörg lönd eru betri, sum verri, en ekkert er eins. Svo
gjörólíkt er það, að allur samanburður verður erfiður. 1
landafræðinni, sem við lærðum í æsku, minnir mig að lýs-
ing landsins byrjaði eitthvað á þessa leið: »lsland er ey-
land út í reginhafi, langt frá öðrum löndum...«. — Já,
landið okkar er eyland reginhafsins, land Ódáðahraun-
anna, og land Öræfajöklanna, en umfram allt er það land
víðáttunnar og strjálbýlisins. Landið, sem byrjað er að
byggja. Þjóðin hefir búið í landinu »svona til reynslu« í
rúm 1000 ár, en það er fyrst á síðustu áratugum, og á
líðandi árum, að aðstaða er fengin til þess að auka land-
námið, og vinna bug á þeim erfiðleikum, sem á umliðnum
öldum hafa oft leikið þjóðina hart, og stemt stigu fyrir
vexti og velgengni, samfeldri byggð og breytingum, er
leiði til þess, að auka vald þjóðarinnar og einstaklinganna
yfir verkefnunum. Tækni hins nýja tíma, og vísindaþekk-
ing, getur nú unnið hönd í hönd með dýrkeyptri reynslu
margra ættliða.
Önnur lönd, og það næstu nábúar okkar, eru líka lönd
strjálbýlisvíðáttunnar, að því leyti hve ræktunin nær þar
yfir tiltölulega lítinn hluta flatarinálsins. Svo er um mest-
allan Noreg og mikinn hluta Svíþjóðar. En svo þrýtur