Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Side 27
samlíkinguna. Hér er víðáttan ónuminn blátær ómælis-
geimur hins skóglausa fjarsýnis, þar hylur dimmþrunginn
skógurinn fjarlægðir hins ræktaða lands, sem svo er kall-
að. Og að sönnu er skógurinn víðast óræktaður í þessum
löndum, en nytjaland er hann, meira en við íbúar hins
skógsnauða lands eigum hægt með að átta okkur á. ís-
lendingnum, sem fer hraðfari um Hallingdal i Noregi eða
um Jamtaland í Svíþjóð, án þess að þekkja til atvinnu-
hátta, verður oft að hugsa sem svo, að hér sé þröngbýlt
og smábýlt og lítill nytjareitur hvers bónda. En það er
skógur í brekkunum, og þegar kemur upp á brekkubrún-
irnar í Hallingdal, taka við nýjar brekkur, og enn aðara
af þeim. Þegar er komið þarna upp í heiðaskógana,
vaknar sú spurning hjá vegfarandanum: Hver á þetta
land, hvar eru bæirnir? Þeir sjást hvergi, aðeins einstaka
sel hér og þar við ás eða leiti. Svo víðar eru landareign-
irnar.
Útlendingur, sem lítur íslenska sveit og skortir á sama
hátt raunsæa þekkingu á atvinnulífi bændanna hér, eins
og heimaalningslandann skortir kynni af hinum blendna
akuryrkju, búfjárræktar, og skógnytjabúskap norska og
sænska dalabóndans, hann spyr gjarnan: Af hverju lifa
bændurnir á íslandi? Hann sér hina ræktuðu smáreiti,
túnblettina kringum bæina, mýrarnar og móarnir eru ekki
nytjaland í hans augum. Án náinnar þekkingar á atvinnu-
lífinu, kemst enginn búfræðilegur samanburður að, þótt
ekki sé um fjarlægari lönd að ræða en ísland og Noreg.
Og hvað verður þá um samanburð á öðrum sviðum og við
önnur lönd?
Þegar kemur til hinna þéttbýlu og þrautræktuðu landa,
suður á Skán, til Danmerkur og til Norður-Þýskalands,
þá er allur samanburður við landið okkar óhugsaniegur,
virðist manni. Við erum að byrja að búa um okkur. Hjá
bændum þessara landa virðist alt vera fullkomnað, þeir