Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 28
30
eru búnir, landið er fullræktað, landnáminu lokið. Borgara
hins ónumda íslands getur jafnvel orðið hálf illa við, sú
kend getur gripið hann, að þarna sé ekkert að gera, nema
að njóta þess, sem búið er að gera, njóta erfiðis ættlið-
anna, sem löngu eru liðnir. Hvergi hefir þessi kend grip-
ið mig frekar en við að litast um sumstaðar á dönsku eyj-
unum. Eg hef orðið feginn að flýja til Jótlands í von um
að þar væri eitthvað ógert, og eg hef ekki orðið fyrir von-
brigðum. Ekki svo að skilja, að maður finni þar þá líkingu
við íslenska staðhætti, að létt sé um samanburð. Enda
er slíkt ekki aðalatriði. Hitt er meira um vert, að geta virt
fyrir sér verkefni, sem verið er að leysa, hvern veg að því
er unnið, og hver árangur fæst, með þeim átökum, sem
gerð eru. Það er vænlegra til þroska að beina ályktunar-
hæfileikum sínum að því, sem er nokkuð fjarskylt og vinna
þann veg fróðleik, en að ætla að elta uppi sem fylstar
samlíkingar, um staðhætti og verksvið, sem hæpið er að
finna og læra af því að páfagaukshætti.
Eitt af því, sem mér hefir þótt fróðlegast að skoða á
jótlandi er nýræktun sú, er danska ríkið hefir látið fram-
kvæma í Vendilsýslu á Norður-Jótlandi norðan Limafjarð-
ar. Ég hefi lagt leið mína þangað tvívegis með þriggja
ára millibili, og því fengið allgott tækifæri til að fylgjast
með framkvæmdunum, hvort sem mér tekst að draga á-
lyktanir af því eður eigi.
Miklumýrar — Store Vildmose — er geysistórt mýrar-
flæmi, hið stærsta í Danmörku, sjálft mýrarsvæðið er um
5000 ha., en þar við bætast láglend svæði umhverfis mýr-
ina, sem liggja svo við, að ræktun þeirra er bundin rækt-
un mýranna um framræslu o. fl. Með jaðarsvæðum þess-
um, sem eigi hafa notast að fullu, til ræktunar, meðan
aðalmýrin sjálf var óræst, eru Miklumýrar alls um 15 þús.
ha. Til samanburðar um stærðina er það, að áveitusvæði
Flóaáveitunnar er talið 12 þús. ha.