Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Side 30
32
Miklumýrar eru mosamýrar — hámosamýrar — sem
kallað er. Dýpi mýranna er 1—5 metrar, niður á undirlag-
ið sem er sandur og leir, því endur fyrir löngu hefir þetta
svæði verið hafsbotn, og hæð mýranna yfir sjávarmál er
ekki nema 4—6 metrar.
Jarðvegurinn í slíkum mosamýrum er mjög laus og
svampkendur, einkum á yfirborðinu, og að ýmsu leyti ó-
líkt óheppilegri til ræktunar, en grasmýrar þær, er vér er-
um svo heppnir að eiga gnótt af hér á landi.
Frumverk ræktunarinnar var að ræsa mýrarnar. Vatn-
inu var veitt framrás um 5 aðalskurði, er falla í tvær ár
ekki fjarri mýrunum. Frá aðalskurðinum er reglubundið
kerfi af opnum skurðum, sumstaðar með 200 metra milli-
bili, en á því svæði, sem síðast hefur verið ræktað, með
100 metra millibili. Upphaflega gerðu menn sér vonir um,
að sú framræsla, er fengist með 200 metra bili milli
skurða, dygði, því úrkoma er ekki nema um 600 m.in. á
ári, á þessum slóðum. Sú framræsla reyndist þó ónóg,
skurðabilið var því minkað niður í 100 metra, og auk þess
er mestur hluti hins ræktaða svæðis ræstur með lokræsum
með 40 metra millibili. Lokræsin eru lögð hornrétt í opnu
skurðina. Skurðirnir eru grafnir svo að segja fláalausir,
fláinn 1: 0,2 og um 2ja metra djúpir. Lokræsin eru 1,25
m. á dýpt allt pípuræsi. Við ræktun þessara 2800 ha. hafa
alls verið grafnir um 300 kílómetrar af opnum skurðum
og 600 km. af lokræsum.
Mikill hluti mýranna var svo þýfður að vinslu varð ekki
við komið nema að jafna þýfið, sem var strjált mosaþýfi,
með handverkfærum. Þannig hafa verið jafnaðir um 2000
hektarar.
Vegir hafa verið lagðir um mýrarnar um 45 kílómetrar
að lengd og 18 km. löng færanleg sporbraut, með tilheyr-
andi vögnum og eimreiðum, hefir verið notuð og flutt til
eftir því sem ræktuninni miðaði áfram. Öll störf við rækt-