Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 33
35
Grasfræið er herfað niður, með léttu herfi, og svo er
valtað. Aðalbreytingin á grasfræblöndunni, sem gerð hef-
ir verið samkvæmt fenginni reynslu, miðar að því að auka
hvítsmárann, en fella burt í þess stað aðrar blegjurtir,
svo hvítsmárinn er orðinn rneira einráður og áberandi.
Hinu ræktaða svæði er skift niður í 210 skákir, sem eru
2—13 ha. að stærð. I girðingar eru notaðir tréstaurar og
gaddavír. Á hverju vori er borið á túnin:
300 kg. 18% Superfosfat og
200 — 40— Kali,
og valtað eftir því sem þurfa þykir.
Veitið því sérstaka athygli, að af sáðmagni túnanna eru
6 kg. eða 20% hvítsmári, og að ekki er borinn á neinn
köfnunarefnisábiirður, aðeins fosfórsýru- og kalíáburður.
Hvað er svo gert með öll þessi tún, eða þetta stóra tún,
stærsta tún Danmerkur og þótt víðar sé leitað? Ræktun
Miklumýra hefir gengið sinn rólega gang, en hitt hefir
verið ræktunarnefndinni mikið meira vandamál, að koma
hinu ræktaða landi í heppilega notkun. Mosamýrarnar eru
að ýmsu leyti ekki vel fallnar til búsetu og víxlræktunar,
kornrækt og rófnarækt er miklum annmörkum bundin,
grasrækt á best við. Það hefir því ekki þótt tiltækilegt að
skifta Miklumýrum niður í venjuleg bændabýli. Aðalnotk-
unin hefir til þessa verið að leigja túnin til beitar, bænd-
ur í nærsveitum mýranna og lengra að hafa haft þar í
seli á sumrin. Hin síðari ár hafa verið þar sumarlangt um
3500 nautgripir, 1500 kindur og 500 hestar. Nautgripirnir
hafa mestmegnis verið ungviði og geklneyti. Nokkuð hefir
þó verið þarna af mjólkurkúm og hafa verið bygð nokkur
sel handa mjaltafólkinu að búa í, og mjaltastöðlar steypt-
ir þar sem kýrnar eru mjólkaðar úti. Hús yfir gripina eru
engin, allt liggur úti. Bændabýli, með fastri búsetu eru
enn ekki byggð nema 8, landstærð 23—40 ha. Það eru
3'