Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 34
36
leigubýli og fer leigan eftir verðlagi á landbúnaðarvörum,
með þeim takmörkum, að hún geti eigi orðið lægri en 2%,
og eigi hærri en 7%, af matsverði býlanna. Bithagaleigan
er með svipuðum hætti. Ræktunarnefndin, þ. e. ríkissjóð-
ur, lætur bera á, valta, halda við girðingum, líta eftir
gripunum, og sér fyrir drykkjarvatni, sem er dælt upp í
steinþrær, með mótordælu, sem er ekið frá einni leigu-
spildu til annarar.
Þrjú síðustu árin hefir ræktunarnefndin rekið sjálfstæð-
an búskap, fyrir ríkisins reikning, á einuin stað í mýrun-
um. Er það 60 kúabú, og rekstur þess miðaður við að afla
reynslu um búrekstur í inýrunum, er byggi nær eingöngu
á grasrækt, beit á sumrum, vetrarfóður mestmegnis hey
og A. I. V. vothey (vothey verkað með finnsku sýruað-
ferðinni). Hafa verið gerðar tilraunir með votheysverkun
og votheysfóðrun.
Þetta er notkun hinna ræktuðu mýra, hingað til. En nú
er að hefjast nýr þáttur í þessari landnámssögu.
Eins og kunnugt er, hefir berklaveiki í nautgripum gert
mesta usla í Danmörku. Þótt Danir séu miklir búmenn og
dönsk mjólkurbú, rekstur þeirra og vörur, þekt að góðu,
þá er nautgriparækt þeirra mjög haldin af þessum voða-
kvilla. Hin síðari ár, hefir verið unnið ötullega á móti
berklaveikinni, og margra ráða leitað. Fyrir þremur áruin
síðan stakk dýralæknir einn á Álaborg upp á því, að
koma á stofn uppeldisstöð fyrir nautgripi í Miklumýrum.
Einangra nýborna kálfa, með það fyrir augum, að þeir
smitist ekki af berklum, flytja þá út í mýrarnar, að vori
til, svo sem 1/g árs gamla, hafa þá þar í föstri í 3 missiri,
fóðra þá á beit, heyi og votheyi, og fá svo kvígurnar heim
aftur heilbrigðari og hraustari en ella mætti verða. Yngja
þannig upp nautgripastofninn og bæta hann að heilbrigði.
Tillaga þessi var mikið rædd. Hinn kunni búnaðarráðu-
nautur M. K. Kristensen beitti sér mjög fyrir henni, og