Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 38
40
um y3 hluti leiga eftir land og byggingar, 2/3 áburður,
hirðing, girðingar, fóður, vátrygging o. s. frv.
Nú munu menn segja, þetta er alt gott og myndarlegt
hjá Dönum, en hér er ekkert líkt á döfinni, og hvað er þá
af þessu að læra. Því má svara á ýmsa vegu, og verður
varla fullskýrt, því meginþáttur áhrifa þess, að fá heild-
arsýn yfir stór verk og merkileg, felst í því, að þroskast
sjálfur til starfa, þótt ólík séu og á öðrum vettvangi.
Vér getum lært af gjörhygli þeirri er horfist beint i
augu við nauðsyn ítarlegrar rannsóknar og undirbúnings
undir framkvæmdirnar, og breytir samkvæmt því þótt það
kosti tilfinnanlegar fjárupphæðir. A því sviði vill oft
verða mikils áfátt hjá oss, og hefir löngum leitt af því
beinan skaða og margvísleg óþægindi í framkvæmd mála.
Vér getum tekið oss til fyrirmyndar með hve mikilli festu
og hve ákveðnum tökum er unnið að framkvæmdunum,
þegar undirbúningsrannsóknin hafði leitt til þess, að þær
voru ákveðnar. Og við framkvæmdirnar sjálfar tel ég
eitt atriði mjög athyglisvert: Það er opinbert leyndarmál,
að ræktun Miklumýra er fyrst og fremst verk eins manns.
Það er víðsýni, festu og stjórnsemi eins manns mest að
þakka, hve vel verkið hefur unnist og hve góður árangur-
inn er. Þessi maður var Jakobsen tilraunastjóri á tilrauna-
stöðinni í Tylstrup, skamt frá mýrunum. Hann var öll ár-
in frá því er ræktunin hófst og þangað til í fyrra, er hann
lést, fulltrúi ræktunarnefndarinnar og framkvæmdastjóri.
Það var hann einn, sem í raun og veru stjórnaði fram-
kvæmdunum, ráðlagði nefndinni, og framkvæmdi hlutina
að fengnu samþykki hennar, sem oftast mun hafa verið
eftir hans höfði. Það er vafamál, hvort alt hefði gengið
eins greiðlega ef margir hefðu ráðið, ekki aðeins á papp-
írnum, heldur einnig í framkvæmdinni.
Þá eru ekki lítið athyglisverðar framkvæmdir þær, sem
nú eru gerðar þarna í mýrunum til heilsubótar kúakyninu