Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 39
41
danska. Hvað lagt er í sölurnar til að vinna á móti kúa-
berklunum, og hvað það kostar. Það er lærdómur fyrir
oss og bending um að meta að fullu þá ágætu aðstöðu,
sem vér enn höfum á þessu sviði, og um leið rík áminning
um, að vera vel á verði og gera í tæka tíð ráðstafanir til
að girða fyrir útbreiðslu kúaberkla hér á landi, svo vér
lendum ekki í sama feninu eins og Danir og verðum svo
líku til að kosta, eins og þeir, til að berjast við veikina.
I þessu sambandi er ástæða til að athuga, hvert uppeldis-
og heilsufóður Danir telja túnbeitina og votheyið. Athuga
það, að þeir byggja vetrarfóðrunina eingöngu á heyi og
votheyi, góðu heyi og góðu votheyi. Og votheyið er A. I.
V. vothey. Danir telja þá votheysgerð það vel reynda, að
þeir telja hana besta til bjargar þessu mikla fyrirtæki.
Þetta er á sama tíma, sem hér á landi er látið það boð út
ganga í ræðu og riti, að aðferðin sé ekki fullreynd ennþá,
best að bíða frekari reynslu o. s. frv. I stað þess, að það
voða afhroð, sem bændur hafa hlotið vegna lélegrar hey-
nýtingar síðustu sumur, hefði átt að verða til þess, að
skera upp herör til útbreiðslu votheysverkunar, og ekki
hvað minst A. I. V. votheysgerðar. Vonandi verður nú
söðlað um í þessu máli á næstunni.
Eg nefndi að vetrarfóðrunin væri bygð á góðu heyi og
góðu votheyi. Hér með er ekki eingöngu meint, að fóðrið
sé vel verkað með bestu aðferðum t. d. sem A.I.V. vothey,
það er einnig hitt, að fóðrið er næringarríkt hey og vot-
hey, vegna þess, að taðan á túnunum er heppilegur sam-
breiskingur af smáragróðri og grösum eins og áður er
nefnt. Hér er komið að mjög merkilegu atriði og lærdóms-
ríku, ef íslensku skilyrðin leyfa nothæfan lærdóm á þessu
sviði.
Hvítsmárinn í túnunum verður til þess að jafnvel þarna,
á næringarsnauðum mosamýrunum, er hægt að komast af
án köfnunarefnisáburðar. Hann vinnur það úr loftinu. Og