Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 40
42
um leið fæst taða, sem heppilega verkuð, er fullnægjandi
ungviðum á mesta þroskaskeiði.
Að spara köfnunarefnisáburðinn er ekkert smáræðis-
atriði. Vér skuluin athuga þetta atriði, og miða við það
áburðarverð og áburðarmagn er hér tíðkast.
Ef borið er á ha. túns 4 sekkir Nitrophoska, svo miðað
sé við nokkuð ríflegt áburðarmagn, kostar sá áburður um
140 krónur, ef reiknað er með afarlitlum flutningi frá
hafnarstað. Væri í þess stað aðeins borið á tilsvarandi
magn af fosfórsýru og kalí, kostaði sá áburður ekki nema
kr. 63.31. Köfnunarefnið er því ríflega meira en helming-
ur af áburðarkostnaðinum. Það er því til mikils að vinna,
ef hægt væri að spara köfnunarefnið og þó fá eins góða
eða betri töðu og fóður.
Hvítsmárinn er ekki nein sjaldgæf planta í ísl. gróðrar-
ríki. En ísl. hvítsmárinn er lágur í lofti, gefur lítið töðu-
fall, og svo virðist loku fyrir það skotið, að vér getum
ræktað fræ af honum. Af útlendu smárafræi getum vér aft-
ur á móti fengið eins mikið og vill og eigum um margt
að veija, ef aðeins reynist kleyft að rækta hér smára, af
því fræi, svo til nytja sé. Trúin á að svo geti orðið er ekki
sterk. Um það ber samsetning grasfræblandanna, sem not-
aðar eru, Ijósan vott. Venjulega er smárafræ aðeins 2—3%
af sáðmagninu, og oft er ekkert smárafræ í blöndunum.
Flestum kemur saman um, að 2—3% í blöndum af smára-
fræi séu þýðingarlítil, og réttara sé að kosta engu til, en
svo litlu.
Rétt er að athuga, hverjar líkur eru til þess, að vér get-
um felt smáraræktun inn í sáðslétturæktunina, sem nú er
að verða nokkuð einvöld sem nýræktunaraðferð, þannig
að oss verði það til verulegs hagnaðar. Þetta eru helstu
atriðin:
1. Næst er að nefna það, að fyrst hvítsmárinn vex hér
viltur, þá má það undarlegt vera, ef ekki tekst að rækta