Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 41
43
hann af heppilegu útlendu fræi, ef vér aðeins lærum rétt
tök á ræktuninni.
2. Reynsla sú, er fengin er erlendis bendir óneitanlega
til þess, að ekki séu skilyrðin alstaðar glæsileg, seni smár-
anum eru boðin, og sem verða honum að góðu, eins og t.
d. í Miklumýrum. Það örfar til aðgerða.
3. Þrátt fyrir það, þótt ekki hafi verið notuð nema 2—
3% af smárafræi í fræblöndur, hefir á stöku stað mátt
sjá nýlegar sáðsléttur með sæmilegum strjálingi af hvít-
smára. Hitt er annað mál, að sá smári hefir venjulega
undirokast og horfið fremur fljótt, enda oftast lélega að
honum búið, slegið of seint, og áburði ekki hagað neitt
sérstaklega við hans hæfi.
4. Vegna skorts á góðu fræi eða af öðrum ástæðum, hafa
stöku menn notað nokkuð af lélegu úrgangsfræi til sán-
ingar. 1 úrgangsfræinu er altaf mikið af smárafræi, oftast
fleiri tegundir. Þar sem slík sáning hefur hepnast, hefur
á stöku stað brugðið svo við, að álitlega mikil smári hefur
lifað í sléttunum fyrstu árin, en lítið hefur verið að því
gert, að leita eftir hvernig sá gróður yrði varðveittur og
efldur.
5. Stöku rnenn hafa líka notað svo mikið af smára, er
þeir sáðu venjulegu góðu grasfræi, að skilyrði voru til
þess, að smárataða sprytti á sléttunum. Hjá einstöku
manni hefur þetta líka lánast, en ekki nema fyrst í stað,
eða það er svo nýtilkomið, að óreynt er enn um frekarl
árangur. Það eru yfirleitt ekki allfá dæmi þess, að smár-
inn fer vel af stað rneð öðrum gróðri, kemur vel upp, hans
gætir fyrsta og annað ár, sérstaklega í seinni slætti, en
svo hverfur hann að mestu eða öllu. Hér skortir bersýnilega
það á, að rannsaka hverjar orsakir eru til þess, að smárinn
kemst á legg á einum stað en ekki öðrum, og hvað verð-
ur honum að aldurtila. Það er margt athyglisvert um ýmsa
þá sáðsléttubletti, þar sein smáragróður heldur lífi, þótt