Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Side 42
44
það verði ef til vill ekki til lengdar. Eg vil nefna 2 slíka
bletti, er eg athugaði síðastliðið sumar hér í námd við
Reykjavík. Annar þeirra var þriðja árs tún, sáð í flagið
1933 og þá borið í það nokkuð af búfjáráburði. Um með-
ferð túnsins og sprettu sumarið 1934 er ekki fullkunnugt.
Jarðvegurinn er holtaleir og því mjög holklakahætt. Vor-
ið 1935 leit sléttan hörmulega út, og þarfnaðist mjög völt-
unar og áburðar, að því er sýndist, en fékk hvorugt. En
er leið á sumarið voru smárategundir ráðandi gróður á
góðum blettum. I haust var borið á sléttuna Superfosfat
og Kalíáburður. Á komandi vori verður hún völtuð, og
sennilega borinn köfnunarefnisáburður á part af henni.
Verður fróðlegt að sjá, hvernig fer þá um smárann, sem
er bæði rauðsmári, Alsikusmári og hvítsmári.
Hin spildan, sem eg athugaði, er einnig sáðslétta frá 1933.
Jarðvegur magur og smágrýttur leir- og malarmelur. Bæði
sáðárið og 1934 og 1935 var borinn á Nitorphoska. I
sumar var þarna allgóð spretta og smári mjög áberandi.
Þessi slétta hafði liðið minna vegna holklaka en hin. Hún
fær nú sömu meðferð, svo séð verður hvort smáranum
verður bjargað og haldið við. Á báðum þessum stöðum
var mikið um greinilega bakteríuhnúða á rótum smárans.
Á báðum þessum stöðum er svo ástatt, að skilyrði og
meðferð virðist ekki til þess fallið að árangur ræktunar-
innar verði neitt sérlega góður, síður en svo. Maður freist-
ast nærri því til lauslega athugað að álykta sem svo, að
best sé að búa sem verst að sléttunum, þá hepnist smár-
inn helst. Þetta er auðvitað ekki þannig. Heldur benda
dæinin til þess, að smárinn sé harðgerðari, en alment er
álitið, en að hans mesti óvinur sé þroskamikill grasagróð-
ur, sem svo er að búið, að hann yfirgnæfi smárann, og yf-
irbugi hann.
6. Síðast en ekki síst er að nefna tilraunir þær, er gerð-
ar hafa verið í tilraunastöð Ræktunarfélags Norðurlands