Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 43
45
með ræktun smáratöðu. Þær eru ein hin sterkasta bend-
ing um, að möguleikar séu fyrir hendi, til þess að rækta
smárann svo að það verði að verulegu liði. Án þess að
rekja þessar tilraunir, það yrði of langt mál, vil eg nefna
bráðabirgðarniðurstöður þeirra eins og þær eru settar
fram í Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands 1934, en vísa
að öðru leyti til þeirrar ritgerðar.
Niðustöðurnar eru þessar:
1. Sáðmagnið af smára má helst ekki vera minna en 40
—50% af öllu sáðmagninu, því þótt takast megi með
miklu minna sáðmagni að fá ágætar smárasléttur á
nokkrum árum, þá er þó tryggingin meiri fyrir því, að
smárinn haldi velli í samkepninni við grastegundirnar,
sem honum er ætlað meira rúm í gróðri landsins í upp-
hafi, auk þess sem vaxtaraukandi áhrifa hans gætir
þá fyr og jafnar.
2. Varasamt er að bera mjög mikið af köfnunarefnisrík-
um áburði á smárasléttu og gerist heldur ekki þörf.
Ekki svo að skilja, að köfnunarefni í áburði sé beinlín-
is skaðlegt, en það stuðlar mjög að auknum blaðvexti
grastegundanna, sem verða þá frekar smáranum yfir-
sterkari. í nokkur ár hefur verið gerð tilraun með þetta
á smárasléttu hjá Ræktunarfélagi Norðurlands. Kornið
hefur í ljós, að þar sem enginn köfnunarefnisáburður
var notaður, er smárinn því sein næst einráður. Þegar
bornir voru á 3 sekkir af kalksaltpétri á ha., fékst
blendingur af grasi og sinára, en þar sem helmingi
stærri skamtur af kalksaltpétri var notaður, hvarf
smárinn því nær alveg. Það er ekki hægt að gefa á-
kveðnar reglur um, hve mikinn köfnunarefnisáburð sé
hagkvæmt að bera á smárasléttur, því þar kemur nátt-
úrleg frjósemi landsins fyrst og fremst til greina, en
nefna má 150—300 kg. af kalksaltpétri eða jafngildum