Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Side 45
4?
smára, í grasfræ það, sem haft er á boðstólum handá
bændum? Eg fyrir initt leyti svara því neitandi. Smára-
fræið er dýrt, það hleypir fram verðinu á blönduðu gras-
fræi, það er að segja sé notað gott smárafræ, og annað
stoðar ekki. Því miður er sáðslétturæktunin enn eigi komin
á það stig hjá öllum fjöldanum, að þeim sé treystandi til
þess að rækta smárasléttur og hirða þær svo þeir hafi
þeirra not. Þeir, því miður fáu, sem kunna orðið tökin á
ræktuninni og vita hvað þeir eru að gera, geta keypt
smárafræ til viðbótar öðru fræi og sáð þannig í þeim hlut-
föllum er þeir vilja.
Framundan eru 2 stórmerkir þættir í ræktunarsögu ís-
lenskra bænda, ræktun hvítsmára og ef til vill fleiri belg-
jurta, og ræktun harðgerðustu korntegunda. Þetta tvennt
er ekki eins fjarskylt og halda mætti. Þetta fellur hvort
tveggja inn í bætta túnrækt, sem eðlilegir og réttmætir
liðir. En það væri öfughyggja að láta sér dettaví hug, að
nú ættu bændur að fara að rækta korn og rækta smára-
sléttur til þess að bæta túnrækt sína, það er nær að segja,
að þetta sé þveröfugt. Nú þurfa bændur fyrir alvöru að
fara að læra framkvæmd hinna sjáflsögðustu túnræktar-
starfa, svo vel og með þeim skilningi, að þeim verði um
leið eða fljótlega fært að fella smárarækt og kornrækt inn
í túnrækt sína, að þeir geti haft þetta hvort tveggja um
hönd sem þætti í venjulegu túnræktuninni, ásamt henni,
og með henni. Til þess að svo megi verða, þarf því miður
mjög mikil umskifti frá þeirri skyndiræktun, sem nú er
mest móðins, og leiðbeiningastarfsemi og stjórn ræktunar-
mála þarf að breytast svo um munar.
I þessu mál sem öðrum verða einstakir menn löngu á
undan fjöldanum, komnir vel á veg þegar flestir eru við
byrjun áfangans. Því þarf að sveigja málin á þá leið, að
kenna fjöldanum að nota fordæmi forystubændanna. Slík
nýmæli sem þessi verða aldrei útbreidd með þeim hætti,