Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Side 47
Á einu ríður mest.
Á það hefur oft verið bent, bæði í ræðu og riti, að
iand vort sé ónumið að mestu leyti og að íslenska moldin
geymi vafalaust hulda fjársjóði og ef til vill miklu víðtæk-
ari möguleika heldur en oss óri fyrir.
Þá er líka oft á það bent, að íslenskan landbúnað þurfi
að auka og efla, bæta hagfræðilega afkomu hans, leysa
úr læðingi þau frjómögn, sem moldin ber í skauti sér og
skapa hæfilegum hluta af viðkomu þjóðarinnar aðstöðu
og afkomu við jarðyrkju og búrekstur.
í skjóli þessara skoðana er það fyllilega réttmætt og
sjálfsagt, að ríkið leggi fram fé til ýmiskonar umbóta-
starfsemi landbúnaðarins, sem miðar að því að skapa
varanleg þjóðfélagsleg verðmæti, bæta aðstöðu óborinna
kynslóða og opna auðlindir moldarinnar til alþjóðar heilla.
Um réttmæti slíkra styrkveitinga skal eg ekki fjölyrða,
þar sem um þær virðist vera lítill skoðanamunur, en skoð-
un rnín er sú, að þær séu fyllilega réttmætar, þó tel eg
það mestu varða, þegar um slíkan stuðning er að ræða,
að þannig sé um hnútana búið, að hann geti komið að
sem mestum og varanlegustum notum og að því vil eg nú
víkja nokkru nánar.
Sá fyrsti og nauðsynlegasti stuðningur, sem framleið-
andinn þarfnast í starfi sínu, er fræðsla um það, hvernig
framkvæmdunum og atvinnurekstrinum verði hagað á hag-
kvæmastan og arðvænlegastan hátt. Að eiga von á á-
4