Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Qupperneq 49
51
byggja mistök og tap fjármuna og arðs þeirra vegna,
þarf landbúnaðurinn, fremur en nokkur annar atvinnuveg-
ur, að byggjast á nægilega víðtækri innlendri rannsóknar-
starfsemi.
Undanfarin ár hefur mikið verið rætt uin landbúnaðar-
kreppuna og hver ráð væri vænlegust til að aflétta henni.
Rikið hefur Iagt fram fé og Alþingi hlaðið niður lögum,
sem miða að því að draga úr kreppunni. Ýmsir hafa þó
fundið, að eitthvað fleira þurfti að gera. Það hefur verið
talað um, að landbúnaðinn þyrfti að skipuleggja(!) auka
tæknina(l), reka hann á samvinnugrundvelli o. s. frv., en
þeir virðast teljandi, sem sjá það skýrt, að vorn fátæka
og frumstæða landbúnað vanhagar mest um innlend bú-
vísindi, rannsókna- og tilraunastarf, sem alhliða viðreisn
og framfarir í jarðyrkju og kvikfjárrækt geti byggst á. Án
þeirrar grundvallar undirstöðu kemur hvorki skipulagning,
tækni eða samvinna að tilætluðum notum.
Það er fróðlegt að reyna að gera sér grein fyrir, hvern-
ig þessa meginatriðis er gætt í þeirri viðleitni, sem þing
og stjórn hefur sýnt, á undanförnum árum, við að rétta
hag landbúnaðarins.
Mér telst svo til, að á fjárlögum síðastliðins árs, nemi
helstu framlög til stuðnings landbúnaðinum 1650.000.00
kr. — einni miljón sex hundruð og fimmtíu þúsund krón-
um —. Hvað þau hafa orðið á reikningi ársins veit eg
eigi, en ætla má, að sum þeirra hafi farið allverulega
fram úr áætlun. Fjárveitingar þessar mætti flokka þannig:
1) Beinir styrkir. 2) Styrkir til lánveitinga. 3) Til fræðslu
og félagsmálastarfsemi.
1 fyrsta flokki er lánveiting samkvæmt Jarðræktarlög-
um og Búfjárræktarlöguin, framlag til sandgræðslu, Verk-
færakaupasjóðs, til flutnings á áburði, af atvinnubótafé til
undirbúnings nýbýlum og nokkurir smærri styrkir til land-
búnaðarframkvæmda, að upphæð samtals um 789000 kr.
4*