Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Side 50
í öðrum flokki er: Framlag til Byggingar- og land-
námsjóðs, Ræktunarsjóðs og Kreppulánasjóðs um 613000
krónur samtals.
1 þriðja flokki eru aðalpóstarnir fjárveiting til Búnað-
arfélags Islands og bændaskólanna og nemur hann sain-
tals um 248000 krónum.
Um tvo hina fyrtöldu flokka má segja, að þeir gangi
svo að segja óskiftir til þess beinlínis að styrkja landbún-
aðinn og framkvæmdir hans. Síðasttaldi flokkurinn þarf
hinsvegar nánari athugunar við. Af þeirri upphæð sjáum
vér strax, að fjárveitingin til bændaskólanna gengur til
búnaðarfræðslu. Þessi upphæð neinur tæpum 45000 krón-
um. Fjárveitingunni til Búnaðarfélags Islands, að upphæð
200 þús. krónur, er ráðstafað af Búnaðarþingi og skulum
vér nú athuga lítið eitt, hvernig þeirri ráðstöfun er hagað.
Starfsemi Búnaðarfélagsins er í þremur aðalþáttum: 1)
Leiðbeiningastarfsemi, 2) Meira eða minna bein styrktar-
starfsemi og 3) Tilrauna eða rannsóknarstarfsemi. Af áð-
urnefndri upphæð gengur tvímælalaust mest til hins fyrst
nefnda þáttar, en til hans má telja skrifstofur og frain-
kvæmdastjórn félagsins, ráðunautastarfsemina, bókaút-
gáfuna og nokkra fleiri pósta, mun láta nærri, að kostn-
aður af þessari starfsemi nemi um 100—110 þús. krónum.
Til styrktarstarfsemi er varið ca. 58 þúsund krónum,
ber þar mest á styrknum til sambandanna, sem að ein-
hverju leyti gengur til leiðbeininga, en þó aðallega í bein-
ar styrkveitingar til ýmiskonar búnaðarframkvæmda í hér-
uðunum.
Til tilraunastarfsemi ganga 42 þúsund krónur og er þar
með talinn allur sá stuðningur, sem þessi undirstöðuþátt-
ur landbúnaðarframkvæmdanna nýtur af opinberu fé. Til
þess þó að draga ekkert undan, skal þess getið, að það
mun mega telja, að einhver hluti þeirrar upphæðar, er
samkvæmt fjárhagsáætlun Búnaðarfélags Islands, er ætl-