Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Side 51
53
aður til garðyrkju, gangi til garðyrkjutilrauna, þótt megin-
hlutann verði að telja til leiðbeiningarstarfsemi.
Áður en Iengra er haldið, skulum vér athuga nokkru
nánar þessar 42 þús. króna, sem hægt er að telja að gangi
til tilrauna og rannsóknarstarfsemi og vil eg þá jafnfraint
reyna að sýna fram á 1) Að sumir liðir þessarar áætlunar
eru svo smáir, að þess er varla að vænta, að þeir beri
nokkurn svnilegan árangur og 2) Að það er enganveginn
rétt að telja, að þessi upphæð gangi öll og óskift til til-
rauna.
Upphæðin skiftist þannig: Til verkfæratilrauna 1000
kr., til dreifðra tilrauna 500 kr., til arfgengisrannsókna
200 kr., til rannsókna á burðartíma 250 kr. Um allar þess-
ar upphæðir er það að segja, að þær eru svo óverulegar,
að þess er varla að vænta að þær beri nokkurn verulegan
árangur. Þá kemur til fóðurtilrauna 2800 krónur, þar af
1200 kr. laun forstöðumanns. Nú er það vitanlegt, að fóð-
urtilraunir verða ávalt talsvert kostnaðarsamar, krefjast
mikillar nákvæmni og umstangs og má því geta sér nærri
um, hve mikið verði framkvæmt fyrir þessa fjárupphæð,
þó er það vitanlegt, að hér er mikil þörf innlendra fóður-
tilrauna, því fóðrun vor og fóðurefni eru í ýmsu mjög frá-
brugðin því, sem annarstaðar tíðkast. Til efnarannsókna
eru ætlaðar 2800 krónur, en þar af ganga 1500 krónur
til alveg sérstakra rannsókna — sýrurannsókna — og
verður ekki gert mikið af efnarannsóknum fyrir upphæð-
ina, sem þá er eftir, með því verði, sem er á efnarannsókn-
um hér.
Þá kem eg að tilraunastöðvunum. Tilraunastöðin á
Sámsstöðum fær 18600 krónur. Hér ber þess að gæta, að
á móti þessari upphæð koma tekjur frá stöðinni, er nema
5400 kr. og að 4000 krónur eru stofnfé til nýrra bygg-
inga og jarðakaupa, sem eigi verður talið sem reksturs-
fjárframlag til tilraunastarfseminnar; en þegar búið er að