Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 52
54
draga báðar þessar upphæðir frá eru eftir 9200 krónur,
sem er hið raunverulega rekstursfé tilraunastarfseminnar
þar.
Styrkur til Ræktunarfélags Norðurlands nemur 14000
krónum. Þar af eru 1000 krónur byggingarstyrkur, en
auk þess mun mega telja, að alt að 3000 krónur, af þess-
ari upphæð, sé veittar til leiðbeiningastarfsemi félagsins
og trjá- og blómræktartilrauna þess. Eftir verða þá 10000
krónur, sem hægt er að telja rekstursstyrk til jarðyrkju-
tilraunastarfsemi Ræktunarfélagsins.
Að lokum eru svo veittar 2000 krónur til tilraunastöðv-
ar á Eiðum, sem vitanlega geta ekki skapað þeirri stöð
aðstöðu til neinnar verulegrar tilraunastarfsemi.
Að þessu athuguðu verður niðurstaðan sú, að reksturs-
fjárstyrkur til tilraunastarfsemi landbúnaðarins árið 1935,
nam aðeins kr. 29000.00 — tuttugu og níu þúsund krón-
um.
Niðurstöður mínar verða þá þannig: þær 1650000 krón-
ur, sem ríkið lagði af mörkum árið 1935 til styrktar land-
búnaðarframkvæmdum skiftust hér um bil sem hér segir:
Til meira eða minna beinna
styrkveitinga .................. kr. 1460 þús. 88.5%
Til fræðslustarfsemi ............... — 160 — 9.7%
Til rannsókna og tilraunastarfsemi — 30 — 1.8%
Niðurstöður þessar eru næsta furðulegar. Þær sýna, að
af því fé, sem ríkið árlega veitir til eflingar landbúnaðin-
um, gengur hverfandi lítill hluti til rannsókna- og tilrauna-
starfsemi. Hvílík hornreka þessi undirstaða allra hagnýtra
búnaðarframfara er, kemur þó ennþá skýrar í ljós, þegar
þess er gætt, að á móti styrkveitingum ríkisins til land-
búnaðarframkvæmda kemur margfalt framlag frá atvinnu-
rekendunum sjáifum. Árangur þessara framkvæmda hlýt-
ur bæði í nútíð og framtíð að fara, að mestu leyti eftjr