Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 54
56
á ári, eða um hálfu meiri upphæð, en hér á landi er varið
1 sama augnamiði. Auk þessa eru í Danmörku fjöldi fé-
laga og stofnana, sem ýmist með stuðning ríkisins eða ó-
studd, leggja fram stór fé til alskonar ræktunartilrauna.
Þar í sveit er það ekki lenska að framkvæma án þess að
rannsaka, þar eru áætlanirnar ekki byggðar á tómum á-
giskunum, heldur á tilraunum, þar er á vísindalegan hátt
leitað að orsökunum til þess, sem aflaga fer í sjálfri fram-
kvæmdinni, en skuldinni ekki bara skelt á guð og náttúr-
una.
Nú skyldi maður halda, að orsökin til þess sinnuleysis,
sem hér ríkir í þessum efnum, sé sú, að þeir, er hér áttu
helst að standa á verði, hafi haldið slælega á spilunum,
lítið aðhafst til að benda á nauðsyn málsins eða að afla
því skilnings og fylgis. Það virðist engin fjarstæða að á-
Iíta, að í þjóðfélagi, sem árlega leggur frain um hálfa
aðra miljón króna í ýmiskonar styrktarfé til eflingar land-
búnaðinum, sé tiltölulega auðvelt að opna augu löggjaf-
anna og fjárveitingavaldsins fyrir nauðsyn þess að tryggja
með ítarlegum rannsóknum og tilraunum að þetta, ekki ó-
verulega framiag ríkisins, ásamt margfalt stærra framlagi
einstaklinganna, notist á sem hagkvæmastan hátt.
Það má vel vera, að betur hefði mátt halda á þessum
niálum, en þó verður eigi sagt, að ekkert hafi verið að-
hafst. Búnaðarþingið 1927 skipaði nefnd í málið, sem skil-
aði ítarlegu áliti, er lagt var fyrir Búnaðarþingið 1929.
Eftir að Búnaðarþingið hafði fjallað um álit nefndarinnar,
lagði það til, að fyrst og fremst yrði lagt kapp á að efla
2 tilraunastöðvar, aðra sunnanlands, hina á Norðurlandi,
en auk þess yrði kept að því að koina á fót tilraunastöðv-
um austan- og vestanlands. Búfjárræktartilraunir Iagði
það til, að yrðu aðallega bundnar við bændaskólana. Bún-
aðarþingið gerði ráð fyrir, að stofnkostnaður tveggja
stöðva yrði ca. 100 þús. krónur, um fram það, sem áður