Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Side 55
57
var til á stöðvunum (Sámsstaðastöðin var þá í byrjun) og
áætlaði árlegan reksturskostnað þeirra um 30—40 þús.
krónur umfram tekjur.
Heyrt hefi eg, að alþingismenn hafi tekið tillögunum
mjög fálega og talið þær, kostnaðarins vegna, varla álits-
verðar. I sambandi við þetta er fróðlegt að gera sér ljóst,
hve smá sú upphæð er, sem hér var farið fram á, eigi að-
eins í hlutfalli við styrkveitingar ríkisins og framlög ein-
staklinga til landbúnaðarframkvæmda, heldur fyrst og
framst með tilliti til þess fjármagns, sem landbúnaðurinn
árlega veltir.
Samkvæmt jarðabótaskýrslum ársins 1934, þá voru
unnin jarðabótadagsverk í landinu það ár urn 632 þúsund.
Sé jarðabótadagsverkið að meðaltali metið á 5 krónur, þá
hafa þessar framkvæmdir kostað yfir 3 miljónir króna.
Augljóst er, hve miklu skiftir, að það fé, sem árlega er
varið til jarðabóta í landinu, komi að sem bestum notum
og hve mikil nauðsyn er á aukinni tilraunastarfsemi til
stuðnings þessum framkvæmdum. Samkvæmt Búnaðar-
skýrslunum 1933, nam heyfengur landsmanna það ár 1238
þús. hestum af töðu og 992 þús. hestum af útheyi. Sé á-
Iætlað, að kostnaðurinn við öflun heyhestsins sé 6 krónur
að meðaltali, er árlegur kostnaður við heyöflun hér á
landi um 13 miljónir króna.
Allar ræktunartilraunir hljóta fyrst og fremst að miða
að því að bæta hina hagfræðilegu afkomu uppskerunnar,
Íog þarf eigi núkið að núða í rétta átt til þess, að stórum
upphæðum nemi. Væri hægt að lækka framleiðslukostn-
aðinn um 50 aura á hvern heyhest, nemur sá sparnaður
fyrir alt landið meira en 1 milj. króna árlega.
Árið 1933 er talið, að sauðfé hér á landi sé rúmlega
728 þúsundir en nautgripir tæp 32 þúsund. Eigi mun hátt
reiknað að telja árlegar afurðir sauðfjárins 9—10 milj.
króna virði og afurðir nautpeningsins um 7 milj. króna,