Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 57
59
yfir, áður en ákveðið hefur verið til hvers hann skyldi
notaður.
Hin þröngu fjárráð eru mjög tilfinnanlegur hemill á
starfseminni og þori eg að fullyrða, að þó styrkurinn til
stöðvanna væri aðeins hækkaður um /3 frá því sem hann
nú er, þá mundi það geta tvöfaldað eða jafnvel þrefaldað
afköst þeirra. Landið er til, byggingarnar eru til og áhöld
og leiðandi kraftar stöðvanna eru til hvort sem er; aukn-
ing fjárstyrksins gæti því gengið að mestu óskift til að
fjölga tilraunum.
. Hvort fjölga beri tilraunastöðvum í landinu, um það
geta verið skiftar skoðanir, um hitt verður varla deilt, að
aðstöðuna til tilraunastarfsemi á þeim stöðvum, sem þeg-
ar eru til, beri að hagnýta til hins ítrasta; á þann hátt fær
þjóðin mest fyrir það fé, er til tilraunastarfseminnar geng-
ur og það er skylda forráðamanna þjóðarinnar, að sjá utn
að svo megi verða. Hvernig er þetta nú gert? Síðasta Al-
þingi lækkaði styrkinn til Búnaðarfélags Islands um
10%, en það þýðir, að fjárframlög, til leiðbeininga og til-
raunastarfsemi í þágu iandbúnaðarins, lækka að sama
skapi. Sama Alþingi samþykti allverulegar nýjar styrk-
veitingar til ýmiskonar landbúnaðarframkvæmda, svo sein
nýbýla og jarðeplaræktar og skal eg síst lasta það; en
rétt ályktun af þessu er, að meiri hiuti þingheims sé þeirr-
ar skoðunar, að framlög til leiðbeininga og rannsókna í
þágu landbúnaðarins eigi að standa i öfugum hlutföllum
við önnur frainlög ríkisins til þessa atvinnuvegar.
Eg skal nú að lokum reyna að draga saman og inarka
höfuðstefnuna í þessu máli, en hún er í aðalatriðum
þannig:
1. Að efldar verði til starfa 4 sæmilega útbúnar til-
raunastöðvar í landinu, ein i hverjum fjórðungi, sem aðal-
lega starfi að ræktunartilraunum, en geti þó jafnframt gert
ýmsar búfjárræktartilraunir, t. d. fóðurtilraunir o. fl.