Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 58
60
2. Að gerðar séu tilraunir á búum bændaskólanna, þó
aðallega áhrærandi búfjárrækt og á þann hátt hagnýtt sú
aðstaða, sem þar er til slíkrar starfsemi.
3. Að gerðar séu dreifðar tilraunir hjá bændum víðs-
vegar um landið, er séu aðallega á vegum búnaðarsam-
bandanna og undir eftirliti hæfra manna, er samböndun-
um sé gert kleyft að hafa í þjónustu sinni.
4. Að komið sé á fót við Háskóla tslands öflugri efna-
fræðilegri og lífeðlisfræðilegri stofnun, er standi í nánu
sambandi við tilraunastarfsemi landbúnaðarins og veiti
henni nauðsynlega aðstoð.
Hve mikinn kostnað mundi nú þetta hafa í för með sér?
Eg skal reyna að svara þvi mjög lauslega.
Það mun láta nærri, að stofnkostnaður þeirra beggja
tilraunastöðva, sem þegar eru til, nemi, að jarðeignum
undanskildum, um 70—80 þús. krónum á hvora stöð. Eru
þá taldar byggingar, girðingar, áhöld og bústofn. Stofn-
kostnaður 2ja nýrra stöðva yrði því sennilega, reiknaður
á sama hátt, um 140—160 þús. krónur samtals og mætti
dreifa honum á nokkura ára bil. Annar stofnkostnaður en
sá, sein hér er talinn, yrði ekki teljandi, þegar undan er
skilin rannsóknastofnun við háskólann, en sú stofnun
hefði nokkurnvegin jafna þýðingu fyrir alla atvinnuvegi
þjóðarinnar og munu þegar liggja fyrir fullkomnar kostn-
aðaráætlanir hana áhrærandi.
Tilraunastöðvarnar fjórar mundu mega teljast sæmi-
lega starfhæfar með um 60—70 þús. króna árlegan rekst-
ursstyrk. Til tilrauna á bændaskólunuin mundu nægja 15
þús. krónur og álíka upphæð til dreifðra tilrauna. Opinber
styrkur til þessarar starfsemi yrði þá samtals um 100
þúsund krónur á ári. Þó þetta sé talsverð upphæð, þá er
hún smáinunir einir samanborið við það fjármagn, sem
á einn og annan hátt gengur til landbúnaðarframkvæmda
og er bundið í stofnkostnaði og árlegri framleiðslu hans