Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 59
61
óg sem tryggja þarf að fái hagsýna og arðvænlega með*-
ferð. Og vafalaust mundi þessi upphæð endurgreiðast
margfaldlega í bættu skipulagi á búnaðarframkvæmdum,
aukinni fjölbreytni í framleiðslu, öruggari starfsaðferðum,
færri mistökum, vaxandi arði af framkvæmdum og auk-
inni trú á framtíðina. Þegar brjóta skal nýjar leiðir, hefja
nýjar framkvæmdir, þá ríður mest á því að geta sneitt
hjá mistökum. Þau eru aitaf dýrust. Það fé sem þau
gleypa fæst aldrei endurgreitt, það er dautt kapital, sem
aldrei gefur ávexti. Hitt er þó verra, að mistökin drepa
trúna á framkvæmdirnar, trúna á atvinnuveginn, trúna á
landið.
Eg veit þeir menn eru til, sem gera lítið úr allri til-
raunastarfsemi og fagfræði, sem vilja byggja allar fram-
kvæmdir og alt atvinnulif þjóðarinnar á einhverri gutl-
kendri nasasjónarþekkingu, en hafa ýmigust á öllum rann-
sóknum og vísindalegum starfsaðferðum. Aðrir eru þeirrar
trúar, að með efnafræðislegum og lifeðlisfræðislegum
stofurannsóknum megi leysa öll vandamál landbúnaðarins,
og því séu hinar tiltölulega seinvirku ræktunar- og búfjár-
tilraunir orðnar úreltar og óþarfar. Báðar þessar skoðanir
eiga rót sína að rekja til ófullnægjandi þekkingar á land-
búnaði, eðli hans og undirstöðu, og vildu þessir menn fá
réttan skilning á málunum, þá geta þeir það best með því
að kynna sér, hvernig þær þjóðir, sem fremst standa í
þessum efnum haga starfsaðferðum sínum. Því skal als
eigi neitað, að efnafræðis- og lífeðlisfræðislegar stofnanir
geta veitt tilraunastarfsemi landbúnaðarins ómetanlegan
stuðning og átt drjúgan þátt i að leysa ýms vandamál
landbúnaðarins, en góður árangur, af starfsemi slíkra
stofnana, byggist fyrst og fremst á því, að þær eigi nægi-
lega víðtæka landbúnaðartilraunastarfsemi að bakhjarli.
Nú, á þessum síðustu erfiðleikatímum í verslun og við-
skiftum, er þörf á að finna nýjar leiðir til framleiðslu- og