Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 61
Nokkur orð
um mat á kúm og meðferð.
Það mat og sá samanburður, sem gerður er á kúm í
nautgriparæktarfélögum, byggist aðallega á ársnyt og
meðalfitu. Engum, sem þekkir nokkuð til þessa máls,
getur blandast hugur um, að mat þetta er næsta óná-
kvæmt. Fyrst og fremst eru skýrslur þær, sem matið
byggist á, meira og minna gallaðar, en hitt er þó lakara,
að ýmiskonar aðbúð og ástæður valda því, að mat þetta,
í mörgum tilfellum, verður algerlega villandi og gefur
rammskakkar hugmyndir um gildi kúnna til afurða og
undaneldis .
Sú skoðun er mjög útbreidd, að hámjólka kýrnar, þ. e.
kýr sem komast í háa nyt eftir burðinn, séu oft mestu
gallagripir, haldi illa á sér og standi lengi geldar. Skýrsl-
urnar sýna líka, að þessar kýr reynast oft illa og gefa
minni ársnyt en þær kýr, sem komast í miklu lægri
nyt eftir burðinn. Hve rótgróin þessi skoðun er, sést best
af því, að í verslun og viðskiftum mun það, frá seljend-
anna hálfu, oft talið kúnum mest til ágætis, að þær kom-
ist ekki í háa nyt eftir burðinn, en haldi vel í sér — séu
farsælar sem kallað er, og frá því eg fyrst fór að veita því
athygli, sem sagt var um kýr manna á meðal, hefi eg
heyrt lágmjólka en jafnmjólka kýrnar lofsungnar, en hin-
um úthúðað fyrir alskonar dutlunga, og auðvitað hefur al-
mannarómurinn, eins og oftar, nokkuð til sins máls. Hann