Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 62
84
byggir á staðreyndum, eins og þær eru, en tekur ekkert
tillit til þess, hvernig þær gætu verið.
Þrátt fyrir þetta, legg eg meira uppúr nythæð kúnna
eftir burðinn heldur en ársnytinni. Vitanlega eru það góð
og mikil meðmæli, að ársnytin sé há, en sannar i raun og
veru ekkert, þótt hið gangstæða hafi átt sér stað. Á árs-
nyt kúnna geta verkað fjöldamörg utanaðkomandi áhrif,
sem eru eiginleikum þeirra og mjólkurlagni óviðkomandi,
en sú kýr, sem hefur vel þroskuð mjólkurfæri og eiginleika
til mikillar mjólkur, getur koinist í háa nyt eftir burðinn,
jafnvel þótt allmörg hinna ytri skilyrða séu óhagstæð. Sú
kýr, sem mjólkar 20 lítra eða meira á dag fyrst eftir burð-
inn, hlýtur því tvímælalaust að hafa meiri skilyrði til að
gefa háa ársnyt, heldur en hin, sem aðeins kemst í 12—15
kg. mjólkur á dag.
Eg vil ekki neita því, að meðfæddir arfgengir eiginleik-
ar eigi einhvern þátt í því, hve vel eða illa kýr halda á
sér, og hve langur geldstöðutími þeirra er. Hitt er aug-
ljóst, að hámjólka kýrnar eru eðlilega viðkvæmari en þær
lágmjólka, fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum og meiri
vandi að fullnægja þörfum þeirra. Það þarf því eigi venju-
lega að leita til vafasamra erfða um skýringu á því fyrir-
brigði, að þessar kýr geldast oft óeðlilega fljótt og fá
langan geldstöðutima.
Sé alt með feldu, er það eðlilegt, að kýr haldi þeirri nyt
nokkurnveginn óbreyttri í 10 til 12 vikur, sem þær kont-
ast í eftir burðinn, lækki svo nokkuð, er þær fá kálf á ný,
og lækki úr því smám saman uns þær geldast að fullu.
Það skiftir langmestu máli, að kýrnar nrjólki jafnt og
eðlilega fyrri hluta mjólkurtímabilsins. Allar óeðlilegar
lækkanir á því tímabili lengja geldstöðuna, auk þess sem
af þeim leiðir meira eða minna mjólkurtap allan þann
tíma, sem kýrnar eiga eftir að mjólka. Þetta skýrist best