Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 63
með einföldu dæmi, sem sýnir meginregluna, þótt það sé
valið af haldahófi.
Kýr geldist sköminu eftir burðinn um 4 lítra og verður
algeld 12 vikum áður en hún ber á ný. Hafi burðartími
hennar ekki breytst, þá verður mjólkurtíminn 40 vikur.
Mjólkurtapið verður þá sem næst 4 lítrar á dag, frá því
hin óeðlilega lækkun kom fram og þar til kýrin varð geld.
Auk þess mundi kýrin hafa mjólkað 4 lítra á dag 40 vik-
um eftir burð, ef al!t hefði verið með felldu og geldstaðan
því orðið 3—4 vikum skemri. Lætur því nærri að alt
mjólkurtapið nemi 1000—1100 lítrum yfir mjólkurtíma-
bilið.
Því miður er ekki óalgengt að sjá svona löguð tiifelli
í kúaskýrslunum, þegar um kýr er að ræða, sem mjólkað
hafa 18—20 lítra á dag eða meira eftir burðinn, þótt það
sé tiltölulega sjaldgæft á lágmjólka kúm.
Ef vér nú drögum strik yfir það, að meðfæddum eigin-
leikum sé um að kenna, hverjar eru þá orsakirnar til
þessa? Eg skal reyna að drepa á þær helstu.
1. Sjúkdómar, svo sem erfiður burður, fastar hildir,
doði, júgurbólga, spenastíflur o. m. fl. Sjúkdómar þurfa
hvorki að hafa mikil eða varanleg áhrif á mjólkurfram-
leiðsluna, ef lækning þeirra tekst fljótt og vel, en geta að
öðrum kosti valdið miklu tjóni.
2. Fóðurskortur er vafalaust einhver algengasta orsök-
in tíl þess, að hámjólka kýr geldast fljótt — halda illa á
sér. Oft er fóðurmagnið of lítið til að fullnægja þörfum
kúnna, en hitt mun eins algengt, að viss nauðsynleg efni
eða efnasambönd eru af skornum skamti í fóðrinu. í báð-
um tilfellunum geta kýrnar injólkað vel og eðlilega fyrstu
vikurnar eftir burðinn, því mjólkurlagnar kýr nota efna-
forða líkamans til að bæta úr fóðurvöntuninni. Þegar sá
forði þrýtur, lækkar mjólkin og þá oft allmikið á tiltötu-
Iega skömmum tíma, jafnvel talsvert meira en ætla mætti
5