Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 68
70
á hálfurn mánuði úr 17 kg. á dag niður í 12 kg., og er
þetta sennilega aðalorsökin tii þess, að hún þetta ár gefur
til muna lægri ársnyt, heldur en bæði A og B og stendur
mikið lengur geld.
Árið 1934, er útkoman að ýmsu leyti lík og árið á und-
an. Eins og áður fer C hæst en B lægst. Þetta ár er það
áberandi, hve illa A og C halda á sér og er ófullnægjandi
fóðri vafalaust að nokkru leyti um að kenna, einkum hvað
A áhrærir. Hinsvegar hefur B sennilega haft nægilegt
fóður, og heldur vel á sér fyrstu 8—10 vikurnar. Þetta ár
er það eftirtektarvert, að bæði B og C geldast til muna,
þegar þær eru leystar út, þó einkum C, sein geldist á
einni viku um 5 kg.
Árið 1935 er þó að ýmsu leyti athyglisverðast. Þetta ár
hefur A altof lítið fóður og heldur líka mjög illa á sér. C
heldur vel á sér fyrst eftir burðinn, en lækkar svo skyndi-
lega og heldur áfram að lækka tiltölulega ört í 5 vikur.
Á þessu tímabili geldist hún um 10.5 kg. Sennilega er
bæði vöntun í fóðrið og ófullnægjandi haglendi um að
kenna, og þó aðallega hinu síðartalda. B heldur prýði-
lega á sér, fóðrið virðist hafa verið fullnægjandi og engin
óheppileg áhrif koma í ljós, þegar hún er leyst út. Af
þessu leiðir, að 20 vikum eftir burð er A í 11 kg., B í 16
og C aðeins í 10 kg., og ársnyt B verður hátt á annað
þúsund kg. meiri heldur en C.
Ætti nú að dæma þessar kýr eftir ársnyt þeirra, yrði B
talin mjög góð kýr, A dágóð, en C lítið meira en í meðal-
lagi. Sé þess hinsvegar gætt, að A hefur aldrei haft nægi-
legt fóður og nýtur sín ekki af þeim ástæðum, C hefur
líka sennilega skort fóður, en þó fremur viðunandi sum-
arhaga, þá er sennilegt, að A og C séu eigi lakari, heldur
jafnvel eðlisbetri kýr heldur en B, og að C sé í raun og
veru besta kýrin af þessum 3, þrátt fyrir það, þótt hún,
iniðað við ársnyt, hafi reynst lakast,