Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Side 69
71
B er auðsjáanlega háð sömu lögum eins og A og C,
þannig heldur hún fremur illa á sér 1933, sökum óíull-
nægjandi fóðurs og geldist allverulega árið 1934, þegar
hún er leyst út. Það er fyrst árið 1935, sem algerlega
tekst að fyrirbyggja þessar misfellur. Bóndinn, ,sem á
þessa kú, hirðir kýrnar sjálfur og er framúrskarandi nær-
gætinn og glöggur maður. Auðsjáanlega hefur hann gert
sér fulla grein fyrir því, sem aflaga fór í fóðrun og með-
ferð kúnna og reynt að bæta úr því, og sýnir þetta dæmi
vel, hversu það hefur tekist. Sannast hér sem oftar, »að
sá veldur, sem á heldur«.
Það, sem eg hér hefi viljað sýna, sést þó ef til vill enn-
þá betur á mynd 4 og 5, sem sýna mjólkurlínur 6 kúa,
20 vikur eftir burð í 2 ár. Þrjár kýrnar B I, B II og B III,
eru frá sama heimili og B-kýrin hér að framan, en hinar
3 C I, C II og C III, frá sama heimili og C-Kýrin. Burðar-
tími kúnna, mjólkurlínur, ársnyt etc. sést á töflu 2.
TAFLA 2.
1934: Mjólkar Ársnyt Hæst Fóður-
Kýr Bar vikur *<g- mjólk kg. einingar
B I 30/3 42 3633 19 10
B II 18/3 44 3794 21 10
B III 18/3 41 3507 19 9.5
CI 5/3 35 2422 19 8.5
C II 3/4 45 3195 24 11
C III 1935: 8/4 47 3241 23 10.5
B I 23/3 ca. 50 ca. 3970 20 9.5
B II 10/3 — 50 — 4700 21 10
B III 9/3 42 3801 19.5 9.5
CI 8/3 40 2646 17 9.5
C II 23/3 38 2982 23.5 11
C III 27/4 42 ca. 2200 18.2 8.5