Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 72
74
íæra rök að því, að B-kýrnar séu, í raun og veru, tnjólk-
urlagnari og eðlisbetri heldur en C-kýrnar? Eg hygg sú
röksemdafærsla yrði örðug. Hinsvegar benda allar Iíkur
til þess, að C-kýrnar séu í raun og veru eins góðar, eða
betri, heldur en B-kýrnar, og það sé fóðrun og meðferð,
sem muninum valda.
Mynd 6 sýnir dæmi upp á óheppilegan burðartima í 3
ár. Kýrin, sem um er að ræða, hefur 2 árin komist í 20
kg. á dag eftir burðinn og eitt árið í 26 kg. ÖII árin hefur
hún borið að vorlagi, rétt áður, eða laust eftir, að kýr
voru leystar út (Sjá töflu 3).
TAFLA 3.
Ár Burðartími Mjólkur vikur Ársnyt kg. Hæðst mjólk kg.
1933 29/5 37 2737 26
1934 16/6 39 2758 20
1935 27/6 ca. 40 2608 20
Það verður vitanlega ekki fullyrt, að arfgengum eigin-
leikum sé als eigi um að kenna, hve illa þessi kýr heldur
á sér, en sennilegra er, að of mikið ónæði og ófullnægj-
andi haglendi valdi hér mestu um. Fróðlegt hefði verið að
láta þessa kú ganga á ræktuðu landi, eða flytja á henni
burð og sjá hver reynslan hefði orðið. Hér er um þýðing-
armikið rannsóknaratriði að ræða.
Á mynd 6 er ennfremur dregin mjólkurlína fyrir kú,
sem hefur veikst hastarlega eftir burðinn, og geldist af
þeim ástæðum úr 16 kg. mjólkur niður í 10 kg., en græð-
ir sig aftur upp i 15.5 kg. og heldur ágætlega á sér úr
því. Sýnir þetta, að ýmiskonar krankleikar um burð, þurfa
ekki að hafa varanleg áhrif, ef nægilega fljótt tekst að
bæta þá.
Niðurstöður þær, sem eg vil draga af þeim dæmum, er