Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 74
76
kýrnar halda d sér, en hitt vil eg fuliyrða, að margir og
mikilvægir utanaðkomandi faktorar, öllum erfðum og innri
ciginleikum óviðkomandi, hafi áhrif á þetta og valdi þar
mestu um. Til þess að einangra þessa truflandi utanað-
komandi faktora, viröist eina ráðiö að byggja matið á
kúnum á skömmum tíma eftir burðinn, i því trausti, að
meðfædd mjólkurlægni góðu kúnna og forði sá, er þær
hafa safnað í geldstöðunni, geti, innan takmarkaðs tima,
unnið á móti og upphafið að mestu hin truflandi utanað-
komandi áhrif.
Mér þykir ekki ósennilegt, að með ítarlegri rannsókn
megi finna ákveðið afstæðislögmál (Korrelation) milli
mjólkurhæðar eftir burð og ársnytar, svo að jafnhliða
hinni raunverulegu ársnyt, yrði hægt að setja reiknaða
ársnyt, er færi nærri um það, hve mikið kýrnar hefðu get-
að mjólkað, ef óhagstæðar ytri aðstæður hefðu engum
truflunum valdið.
Þetta er sú hlið þessa máls, sem snýr að úrvali og kyn-
bótum, en sú hliðin, sem snýr að því tjóni, er kúaeigendur
bíða við það, að afurðaeiginleikar kúnna fá ekki notið
sin, er engu ómerkari eða þýðingarminni. Hversu úr því
verði bætt, er þó svo margþætt og umfangsmikið mál, og
svo lítið rannsakað hér hjá oss, að engin tök eru á að
gera því nokkur viðunandi skil. Eg vil þó grípa hér á
einstökuin atriðum, ineira í þeim tilgangi að undirstrika
helstu orsakirnar, heidur en að eg sjái inér fært, að benda
á þau ráð, er til fullrar úrlausnar dragi.
1. Kvillar. Um þá skal eg vera fáorður, því hvorki er
eg fróður í þeim efnum og margir kvillar þess eðlis, að
æskilegast er, strax og þeirra verður vart, ef hægt er, að
leita aðstoðar fróðra manna. Eðlilega ber mest á kvillum
í kúm um burð, og eru margir burðarkviliar þannig, að
þeir valda sjaldan miklu tjóni eða mjólkurtapi, ef þeir fá
rétta meðferð strax í upphafi. Má í því sambandi nefna