Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 75
11
erfiðan burð, fastar hildir og doða. Aðrir kvillar, jafnvel
þótt þeir séu minna áberandi, geta haft miklu varanlegri
afleiðingar, svo sem júgurbólga, spenastíflur og lystar-
leysi eða »króniskur doði«.
Oft getur bólga í júgri, spenastíflur o. þ. h. átt rót sína
að rekja til meiðsla, sem orsakast af þröngum básum,
slæmum milligerðum eða djúpum flóruin og er sjálfsagt
að gæta varnaðar við þessu, þegar hámjólka kýr með fyr-
irferðarmiklum júgrum eiga í hlut, en slík meiðsl geta ver-
ið mjög þrálát og valdið miklu tjóni.
»Króniski doðinn«, sem venjulega lýsir sér sem lystar-
leysi og deifð, er algengur kvilli, sem að vísu er algeng-
astur um og eftir burðinn, en gerir líka oft vart við sig
endranær og getur valdið miklu tjóni. Venjulega er þó
auðvelt að lækna þennan kviila með inngjöf viðeigandi
skamta. Ættu kúaeigendur að hafa slíka skamta fyrirliggj-
andi, ef á þarf að halda, en þá má fá í lyfjabúðum eftir
ávísan dýralækna. Má oft kostnaðarlítið bjarga miklum
verðmætum með því að gefa slíka skamta í tæka tíð.
Kúm, sem hætt er við reglulegum doða, er ágætt að gefa
slíka skamta rétt fyrir burðinn og má oft á þann hátt
draga úr doðanum, eða jafnvel alveg fyrirbyggja hann.
Meginreglan á aö vera, að svo vel sé fylgst meö liðan
kúnna, aö þess veröi strax vart ef út af ber. Því fyr, sem
eftir kvillunum er tekið og því fyr, sem réttra ráða er leit-
að, þvi betra.
2. Vetrarfóöriö. Heyfóðursins, sem er meginhluti þess
fóðurs, er vér fóðrum búpening vorn á að vetrinum, er svo
sem kunnugt er, aflað að sumrinu, og verðmæti þess og
nothæfni sem fóður, byggist á 4 meginatriðum. 1) Jurta-
gróðri og ræktunarástandi þess lands, sem heyjanna er
aflað á. 2) Sláttutímanum, eða því vaxtarstigi, sem jurt-
irnar eru á, þegar þær eru slegnar. 3) Hirðingunni, eða
því efnatapi, sem því er samfara að breyta grasinu í