Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Qupperneq 76
f*
78
geymsluhæft ástand. 4) Geymslunni, eða þeirrí rýrnum,
sem á sér stað í hlöðum eða heystæðum.
Sá, sem hirðir kýr, verður, til þess að geta lagt rétt mat
á heyfóðrið, að kunna glögg skil á þessu og ennfremur
að gera sér ljósa grein fyrir fóðurþörf kúnna í hverju
einstöku tilfelli, bæði heildarfóðurþörf þeirra og hve mik-
ið þarf að vera af einstökum efnum eða efnasamböndum
í fóðrinu. Þetta getur verið örðugt, vegna þess, að hey-
fóðrið er venjulega að allmiklu leyti óþekt stærð, en með
gætni og athygli má þó fara nærri réttu lagi.
Það getur oft verið örðugt að fullnægja fóðurþörf há-
mjólka kúa. Fyrst og fremst er örðugt að fá þær til að éta
alt það fóður, sem þær þurfa, en þótt það takist, er altaf
hætt við, að einstök efnasambönd, svo sem eggjahvíta,
steinefni eða bætiefni verði af skornum skamti í fóðrinu.
Það er því sjálfsögð regla að láta þessar kýr hafa alhliða
og ríflegt fóður í geldstöðunni, svo þær geti safnað forða,
er grípa megi til, ef fóðrið eftir burðinn er að einhverju
leyti ófullnægjandi. Fóður þessara kúa þarf að vera sem
fjölbreyttast. Má oft á þann hátt fá kýr til að torga meiru
fóðri en ella, auk þess sem minni hætta verður á vöntun
einstakra efna í fóðrið. Heyfóðrið á ávalt að verka bæði
sem þurhey og vothey, en auk þess getur komið til mála
að rækta rófur til kúafóðurs, og sé um talsverða jarðepla-
rækt að ræða, felst til nokkuð af smælki og úrgangi, er
nota má sem fóður.
Fóðurþörf hámjólka kúa verður yfirleitt ekki fullnægt
með heimaöfluðu fóðri einu saman, það, sem til vantar,
þurfa kýrnar að fá í fóðurbæti, en auk þess á fóðurbætis-
gjöfin að miða að því, að lagfæra efnahlutföll fóðursins.
Sama gildir um fóðurbætirinn eins og um heimaaflaða
fóðrið, að best er að hann sé sem fjölbreyttastur. Til þess
að gera þetta auðveldara eru hinar svokölluðu fóður-
blöndur gerðar. Fóðurblöndur ætti þó aldrei að nota um-