Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Qupperneq 77
19
hugsunariaust, því auðvitað getur engin fóðurblanda verið
jafn hagkvænr í öllum tilfellum.
Það, sem kúaeigendur þurfa ávalt fyrst og fremst að
gera sér grein fyrir er: Hve mikiö fóöur kýrnar þurfa i
hverju einstöku tilfelli, hve mikil þörf þeirra er fyrir melt-
anlega eggjahvítu, hvort skorta muni steinefni í fóðrið og
reyna síðan að fullnægja þessum þörfum kúnna með sem
best tilreiddum og fjölbreyttustum fóðurefnum.
3. Aðbúð og hirðing. Kýrnar standa inni hér hjá oss 8
—9 mánuði ársins, og er því augljóst, hver áhrif húsvist-
in getur haft á líðan þeirra, heilbrigði, þrif og afurðir.
Þær kröfur, sem gera þarf til fjósanna, eru, að þau séu
jafnhlý, rakalaus, loftgóð og björt. Það mun tiltölulega
sjaldgæft að hitta fjós, sem uppfylla öll þessi skilyrði og
eru nýrri fjósin engin undantekning frá þeirri reglu. Væri
ástæða til að láta framkvæma kritiska rannsókn á fjósum
og leita orsakanna að göllum þeirra og kostum. Væri ekki
óhugsandi, að slík rannsókn gæti leitt til þess, að hægt
yrði að losna við gallana í framtíðinni, og draga nokkuð
úr öllu því fálmi og sérvisku, sem oft á sér stað við bygg-
ingu fjósa. Gallar gömlu torffjósanna eru yfirleitt auðsæ-
ir, en hitt er órannsakað, hvort eigi megi úr þeim bæta án
þess að sleppa alveg torfinu og kostum þess. Hygg eg
fullmikið hafi verið af því gert á undanförnum árum, að
»kaupa grjót í staðinn fyrir torf« og að útbúa haughús
og önnur köld og óþétt geymslurúm undir fjósunum, sem
hafa gólfkulda og raka í för með sér.
Áríðandi er að hirðing kúnna sé framkvæmd með
stakri reglusemi og nákvæmni. Fóðrun, mjaltir, ræsting
fjósanna og kúnna á að framkvæma á sama tíma frá degi
til dags. Mikið ríður á, að mjaltirnar séu vel af hendi
Ieystar. Snöggar fóðurbreytingar þarf að forðast, því kýr
láta oft ilia við nýju fóðri og þurfa að venjast því smátt