Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 79
látið ganga á túnunum fram í júnímánuð, og séu slíkar
ráðstafanir nauðsynlegar sauðfjárins vegna, þá ættu þær
eigi síður að koma til álita, þegar bjarga þarf afurðum
hámjólka kúa.
Annars er það rangt og ekki nauðsynlegt að beita alt
ræktaða landið jafnt á vorin, eins og margir gera. Nokk-
urn hluta þess ætti að alfriða, svo þar megi byrja slátt
nokkuru fyr en aðrir hlutar túnanna eru hæfir til sláttar.
Það skiftir og miklu máli, þegar um beit á ræktuðu landi
er að ræða, að henni sé hagað þannig, að landið notist
sem best. Beitarlandinu þarf að skifta í 3—4 hólf, sem
beitt eru til skiftis. Mun á þann hátt mega komast af með
1 ha. af ræktuðu landi til sumarbeitar fyrir 3—4 kýr.
Landið fær með beitinni talsverðan áburð, og þarf því eigi
að bera jafn vel á það land, sem notað er til beitar, eins
og það, sem einvörðungu er notað til sláttar.
Sumarmjólkin er fitumeiri en vetrarmjólkin og því verð-
meiri, þar sem verðlagið miðast við fitumagn mjólkurinn-
ar. Kýr, sem gefa mikla mjóik að sumrinu, framleiða því
verðmeiri mjólk heldur en þær, sem mjólka mest að vetr-
inum. Fóðurþörf hinna fyrnefndu verður líka minni að
vetrinum, og ætti þetta, að verulegu leyti, að geta vegið
á móti þeim aukakostnaði, sem sumarfóðrun þessara kúa
hefur í för með sér. Það, sem mestu varðar, er að hindra
það afurðatap, sem af því leiðir, að vor- og sumarbærurn-
ar geldast óeðlilega fljótt, og hef eg fjölyrt nokkuð um
þetta atriði vegna þess, að fyrirbrigðið virðist algengt, or-
sakirnar augljósar og líklegt að tiltölulega auðvelt sé að
ráða bót á því.
Að hafa áhrif, svo um muni, á fóðrun og hirðingu kúnna
yfirleitt, tekur vafalaust langan tíma. Þar koma ekki að-
eins til greina þekkingarleg atriði, heldur líka upplag og
uppeldi. Það þarf að skapast í landinu ný menning, vér
getum nefnt hana »fjósmenning«. Vér þurfum að hætta
6