Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 82
84
1. BÆTT ÁBURÐARHIRÐING.
Sambandið keypti timbur og lét smíða flekamót til af-
nota við byggingu á safnþróm, haughúsum og votheys-
tóftum, í 8 búnðarfélögum. Alls voru smíðuð 9 flekamót,
er kostuðu samtals 950 kr. komin til búnaðarfélaganna.
Hefur þá sambandið lokið við að láta smíða og afhent
öllum búnaðarfélögum á sambandssvæðinu endurgjalds-
laust 1—2 flekamót hverju til eignar og umráða, gegn
þeirri kvöð, að þau haldi þeim við og endurnýi þau eftir
þörfum.
Þá lagði sambandið til ókeypis verkstjóra og leiðbein-
endur, þeim er óskuðu, við byggingu safnþróa, haughúsa
og votheystófta, og lét jafnframt fjölrita og útbýta leið-
beiningum til bænda um byggingu þeirra. Alls voru bygð-
ar 11 safnforir alsteyptar, 1 haughús alst., 6 áburðarhús
og safnþrær með járnþaki og 6 votheystóftir, samtals
2857 dagsverk. Til samanburðar má geta þess, að árið
1933 námu þessar uinbætur 388 dagsverkum.
Að ekki var miklum mun meira að gjört stafaði aðal-
lega af því, hve bændur voru seinir að ákveða sig, og
tryggja sér byggingarefni. Margir urðu því frá að hverfa,
og hætta við þessar byggingar, af því cement var ófáan-
legt þegar til átti að taka.
2. ÚTVEGUN FRÆS OG ÚTSÆÐIS.
Sambandið hefur, eins og að undanförnu, útbýtt gefins
til búnaðarfélaganna á sambandssvæðinu miklu af gul-
rófna- og fóðurrófnafræi. Ennfremur hefur ráðunautur
sambandsins, Vigfús Helgason, selt kartöfluútsæði, þeim
er þess þörfnuðust á sambandssvæðinu, samkvæmt samn-
ingi við sambandsstjórnina, að því tilskyldu, að pantanir
væru komnar til hans fyrir 15. apríl ár hvert.