Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 83
85
Jafnframt vill sambandsstjórnin benda einstaklingum
og búnaðarfélögum á, að snúa sér til hans með pantan-
ir á útsæðiskartöflum, og gæta þess að gjöra það fram-
vegis í tæka tíð.
Loks hlutaðist sambandsstjórnin til um það, að Kristinn
P. Briem, kaupm. á Sauðárkróki hefði fyrirliggjandi og
til sölu í verslun sinni nokkrar tegundir af matjurtafræi,
svo að þeir, er óskuðu að rækta aðrar garðjurtir en rófur
og kartöflur, ættu greiðan aðgang að því að fá fræ í því
skyni, og mun stjórnin stuðla að því, að svo verði einnig
á næstu árum.
3. SKINNAVERKUN.
Þess var getið í síðustu ársskýrslu sambandsins, að
örðuglega hefði gengið að fá nothæft húsnæði til sútunar,
byrjað var úr áramótum og unnið að sútuninni þar til í
byrjun apríl, þá var sainbandinu sagt upp húsnæðinu,
vegna breytinga er gjöra þurfti á húsinu, og varð að flytja
þaðan. Stafaði af þessu mikill kostnaður.
Þó var það enn verra, að vegna húsnæðisskorts og illr-
ar aðstöðu, varð aðeins nokkur hluti af þeiin skinnum, er
fyrir lágu fullverkuð, en hin urðu að bíða næsta vetrar,
er nú byrjað á verkun þeirra. Páll Jónasson frá Hróars-
dal, hefur unnið að þessu fyrir sambandið.
4. FRAMRÆSLA.
Sainkvæmt skýrslu ráðunauts sambandsins og álits
kunnugustu manna, stendur skortur á framræslu túnrækt-
inni víða á sambandssvæðinu, mjög fyrir þrifum, og þá
sérstaklega nýræktinni.
Til þess að kippa þessu í betra horf, og hvetja bændur
og búnaðarfíiög til að hefjast handa i þessu efni, sam-
þykti aðalfundur að verja mætti nokkru fé í þessu skyni.
Styrkveiting þessi mun hafa orðið þess valdandi, að á