Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Qupperneq 86
88
III. Aðalfundargerð 1935.
Ár 1935, þann 5. apríl, var aðalfundur Búnaðarsam-
bands Skagfirðinga settur og haldinn á Sauðárkróki, að
undangengnu fundarboði.
Formaður sambandsins, Jón Konráðsson í Bæ, setti
fundinn og bauð fulltrúa velkomna.
Til fundarstjóra tilnefndi formaður Gísla Sigurðsson
hreppstjóra á Víðivöllum, og var það samþykt af fundin-
um. Til ritara voru tilnefndir þeir Jón Jónsson bóndi á
Hofi og Páll Erlendsson bóndi á Þrastarstöðum, og var
það samþykt. Þá voru athuguð kjörbréf fultrúa, og voru
þau samþykt.
Á fundinum voru í byrjun mættir þessir stjórnarnefnd-
armenn:
Sigurður Sigurðsson, sýslumaður, Sauðárkróki.
Sigurður Þórðarson, hreppstjóri, Nautabúi.
Steingrímur Steinþórsson, skólastjóri, Hólum og
Jón Konráðsson, hreppstjóri, Bæ.
Fimti maður í stjórn félagsins, Jón Sigurðsson, alþingis-
maður á Reynistað var eigi kominn af þingi, en hans var
von síðar á fundinn.
Þá voru mættir þessir fulltrúar búnaðarfélaga:
Frá Búnaðarfélagi Holtshrepps: Hartmann Guðmunds-
son, Þrasastöðum, Jón Gunnlaugsson, Móafelli.
Frá Búnaðarfélagi: Haganeshrepps: Hermann Jónsson,
Ysta-Mói, Jóhann P. Jónsson, Neðra-Haganesi.
Frá Búnaðarfélagi Fellshrepps: Eiður Sigurjónsson,
Skálá.
Frá Búnaðarfélagi Hofshrepps: Jón Jónsson, Hofi,
Björn Jónsson, Bæ, Páll Erlendsson, Þrastarstöðum.
Frá Búnaðarfélagi Óslandshlíðar: Sölvi Sigurðsson,
Undhóli, Kristján Jónsson, Stóra-Gerði.