Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 88
90
verði. Einnig hafði Páll unnið að skinnasútun, og stæði
það nú yfir, en óhentugt og ótrygt húsnæði væri þröskuld-
ur í vegi þeirrar framkvæmdar.
Nokkrar umræður urðu um skýrslu formanns, einkum
að því er snerti steypumótin, en með því að gert var ráð
fyrir, að það mál yrði í heild tekið sérstaklega fyrir undir
öðrum lið dagskrárinnar, þá féllu umræður niður, og var
tekinn fyrir 3. liður dagskrárinnar.
Aðalreikningur sambandsins 1934. Formaður las upp
reikninginn og skýrði hann ítarlega. Fylgdi þar með efna-
hagsskrá, sem sýndi, að hrein eign sambandsins var 31.
des. sl. kr. 8453.85.
í sambandi við reikninginn kom fram tillaga frá öðrum
endurskoðanda,Stefáni Vagnssyni, svohljóðandi:
»Til innheimtu og endurgreiðslu kr. 117.00 frá Búnað-
arfélagi Sauðárkrókshrepps, sein færist til tekna á næsta
árs reikningi«.
Tillagan var samþykt með 26 samhljóða atkv.
Upphæð sú, sem hér ræðir um, er greiðsla á fæði og
húsnæði á Sauðárkróki, fyrir Pál Jónasson, meðan hann
var að leiðbeina mönnum þar, við steypu á safnþróm.
Þetta taldi endurskoðandinn að ætti að greiðast af við-
komandi aðilum eða þá af búnaðarfélaginu. Fulltrúar
Sauðárkróks tóku þessu vel, en óskuðu eftir að fá skýrslu
frá Páli Jónassyni um það, hvað hver einstakur ætti að
greiða.
Þá var reikningurinn, ásamt efnahagsskrá, sem hvort-
tveggja var endurskoðað og athugasemdalaust, borið upp
og samþykt í einu hljóði.
Þessu næst voru kosnir þrír menn í ferðakostnaðar-
nefnd og hlutu kosningu þeir:
Hermann Jónsson, Ysta-Mói,
Jón Jónsson, Hofi og ' (
Tómas Pálsson, Bústöðum. k