Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 91
93
rófnafræi, til útbýtingar meðal bunaðarfélaganna, eíns og
að undanförnu.
Ennfremur heimilast stjórninni að verja alt að kr. 70.00
til kaupa á íslenzku byggi, er útbýtist gefins milli búnað-
arfélaganna, enda hafi óskir um slíkt sáðkorn borist sam-
bandsstjórninni fyrir 8. apríl næstk.«.
Breytingartillaga kom fram við síðari málsgrein tillög-
unnar, á þá leið, að í stað 70 kr. komi 100 kr. Breytingar-
tillagan var feld með miklum atkvæðamun. En aðaltillag-
an samþykt með miklum meirihluta.
í sambandi við þessa tillögu upplýsti formaður sam-
bandsins, að matjurtafræ annað en rófnafræ, hefði verið
og yrði til sölu hjá Kristni B. Briem, kaupm. á Sauðár-
króki, og ennfremur hjá Vigfúsi Helgasyni ráðunaut.
Bauðst Vigfús einnig til þess, að senda smáskamta af
allskonar káltegundafræi, til búnaðarfélaganna, og
óskaði eftir pöntun þá strax frá fulltrúunum, og ættu við-
komandi félög að sjá um greiðslu á andvirði fræsins. —
Einnig bauð Vigfús Helgason ókeypis gulrófnaplöntur,
ef menn vildu, á næsta vori.
Þá voru 6. og 7. liðir áætlunarinnar samþyktir. Gjalda-
liður 8 var þá tekinn til umræðu.
Steingrímur Steinþórsson skólastjóri reifaði málið all-
rækilega, en áður en umræður hófust var gert fundarhlé
til miðdagsverðar. Að því loknu hófust umræður og stóðu
þær nokkra stund. Þá bar stjórnin fram svohljóðandi til-
lögu:
a. »Fundurinn telur mikla þörf á því, að unnið verði
meira að framræslu á sambandssvæðinu, en get hefur
verið. Heimilar fundurinn stjórn sambandsins að styrkja
þau búnaðarfélög, sem hafa vinnuflokka starfandi að
framræslu, og ráða sér verkstjóra, sem eru kunnáttumenn
við skurðagerð, og sambandsstjórnin tekur gilda, með alt