Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 92
94
að hálfu kaupi verkstjóra. Heildarútgjöld sambandsins til
þessa, mega þó ekki fara fram úr kr. 500.00.«.
b. »Fundurinn felur sambandsstjórninni að fara þess á
leit við Búnaðarfélag Islands, að það láta jarðabótaráðu-
naut sinn, mæla fyrir franrræslu á sambandssviðinu á
komandi sumri«.
Tillögur þessar voru samþyktar í einu hljóði.
Viðkomandi 9. lið áætlunarinnar flutti stjórnin tillögu
um, að veittar yrðu 100 krónur til flutnings á dráttarvél
í Fells- og Fljótahreppa, en vegna þess, að raddir komu
fram á fundinum, um að styrkur þessi væri of lágur,
breytti stjórnin tillögunni þannig:
»Stjórninni heimilast að verja úr sanrbandssjóði kr.
100.00 til flutnings á einni dráttarvél í Sléttuhlíð og Fljót,
en alt að kr. 150.00, ef tvær dráttarvélar verða fengnar,
og skiptist styrkurinn þannig: Til dráttarvélar í Holts-
hrepp verði greiddar kr. 80.00, en til dráttarvélar í Haga-
nes- og Fellshreppa kr. 70.00«.
Tillagan var samþykt í einu hljóði.
Þá voru 10. og 11. liðir samþ. í einu hljóði.
Síðan var fjárhagsáætlunin borin upp til samþyktar
svohljóðandi:
Aœtlun
um tekjar og gjöld Búnaðarsambands Skagfiröinga
árið 1935.
TEKJUR:
1. Árstillög sambandsdeilda ............. kr. 1400.00
2. Frá Búnaðarfélagi Islands............... — 3900.00
3. Frá sýslusjóði ......................... — 600.00
Samtals kr. 5900.00