Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 94
96
Þessu næst var farið í fundarhúsið og hófst fundur með
erindi, fluttu af Vigfúsi Helgasyni ráðunaut, um jarðrækt,
framræslu, jarðabætur sl. ár og væntanlegan jarðræktar-
styrk í sýsluna.
Erindið var þakkað með lófataki.
Með því að allmarga fundarmenn vantaði á fundinn,
var nú skipt um dagskráratriði og 9. liður »Önnur mál«,
tekin, í stað kosningar í stjórn.
Fundinum hafði borist erindi frá sr. Lárusi Arnórssyni
á Miklabæ, þar sem hann fór fram á, að sambandið veitti
sér 350—500 kr. styrk til svínaræktar.
Fundarstjóri las upp erindið, og gaf sendanda þess
leyfi til að reyfa málið frekara. Um þetta urðu nokkrar
umræður, og lauk þeim með rökstuddri dagskrá frá stjórn-
arnefndarmanni Sigurði Þórðarsyni, svohljóðandi:
»Með tilliti til þess, að fjárhagsáætlun Búnaðarsam-
bandsins er nú afgreidd, og starfsfé þess ráðstafað að
fullu fyrir komandi ár, getur aðalfundur sainbandsins ekki
orðið við styrkbeiðni sr. Lárusar Arnórssonar til svína-
ræktar. Með þvi líka, að nú eru á tveimur stöðum í sýsl-
unni þegar byrjaðar tilraunir með svínarækt, sem vafa-
laust geta gefið bendingar á næsta ári, um það, hvort
þessi grein búfjárræktar muni bera sig. Tekur fundurinn
því fyrir næsta mál á dagskrá«.
Dagskrártillagan var samþykt með 12 gegn 4 atkv.
Svohljóðandi tillaga kom frá formanni sambandsins:
»Út af framkomnu erindi frá formanni Búnaðarfélags
Sauðárkróks, og ósk um, að skorið verði úr því, hverjum
beri að greiða reikning Vigfúsar Helgasonar yfir dvalar-
kostnað hans á Sauðárkróki, meðan á jarðabótamælingum
stóð þar, þá ályktar fundurinn að lýsa yfir því, að hverju
búnaðarfélagi beri að sjá ráðunaut Búnaðarsambandsins
fyrir ókeypis uppihaldi, meðan hann er við mælingar og
önnur störf hjá félagsmönnum«.