Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 98
eiginlegra afnota, og jafnframt hefur sambandið leitast
við að koma á samræmi í gerð og stærð gryfjanna.
Um 7 búnaðarfélög hafa þegar notfært sér þennan
stuðning, og verður þessari starfsemi haldið áfram og
þess að vænta, að hún beri góðan árangur.
Auk þessa mun á nýbyrjuðu ári verða lögð áhersla á
að styrkja búnaðarfélögin til að koma upp jarðeplageymsl-
um til sameiginlegra afnota, virðist það vera fyrsta skil-
yrðið til þess, að ráðin verði bót á þeim útsæðisskorti,
sem árlega gerir vart við sig í héraðinu.
Hér hefur aðens verið lauslega hægt að drepa á helstu
starfsemi sambandsins á árinu, en vegna þess, að rúm
það, er sambandinu er ætlað í Ársritinu, er takinarkað og
frekari upplýsingar um starfsemina má fá af fundargerð-
um, fjárhagsáætlunum, skýrslu ráðunauts og reikningum,
hefur stjórnin reynt að gera þetta yfirlit sem stytst. t>ess
má þó geta, að áhugi fyrir starfi sambandsins og búnað-
arfélagslegu samstarfi, virðist vaxandi í héraðinu og er
það gleðilegt.
II. Skýrsla ráðunauts.
Haustið 1934 var ég ráðinn til að gegna ráðunauts-
störfum hjá Búnaðarsamb. Eyjafjarðar til vors 1935 í
stað Björns Símonarsonar, er hafði gegnt því áður, en
fékk um haustið veitingu fyrir kennarastöðu við Bænda-
skólann á Hólum. Jarðabótamælingum var þá lokið og
annaðist Björn um jarðabótaskýrslurnar. I minn hlut kom
því eftirlitsstarfið hjá S. N. E., að undanskildum fitumæl-
ingum, en þær annaðist starfsmaður í Mjólkursamlagi Ey-
firðinga.
Fyrir áramótin fór ég eftirlitsferð um svæði S. N. E.,
athugaði skýrsluhaldið, safnaði upplýsingum um ættir og
annað, er snertir kynbótastarfið og veitti upplýsingar um