Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 99
101
fóðrun og þessháttar, eftir því sem óskað var. Eftir ára-
mótin vann ég svo að útreikningi á kúaskýrslunum. Komu
skýrslur frá 205 bændum, en 12 bændur, sem töldust fé-
lagar í ársbyrjun sendu ekki skýrslur, enda hafði skýrslu-
gerðin fallið niður hjá þeim öllum að nokkru leyti. En
þessir 205 bændur höfðu skýrslur yfir 1320 kýr; þar af
790 fulimjólkandi og 530 ófullmjólka. Til samanburðar
vil ég geta þess, að árið 1932 voru útreiknaðar skýrslur
fyrir 1172 kýr. Sýnir það, að kúnum hefir fjölgað allmjög
á sambandssvæðinu á þessum 2 árum og hve störfin vaxa
við útreikning skýrslnanna.
Ég set hér töflu yfir, hve margar fullmjólka kýr hafa
verið hjá hverju nautgriparæktarfélagi, meðalársnyt, feiti
% og fitueiningar, fóðureiningar og kg. kjarnfóður.
Tafla I.
Ársnyt Feiti Fituein- Fóður- Kjarnfóð. - Tala
Nautgripar.fél.: kg. % ingar einingar ur kg. fm.kúa
Svalbarðsstr. 2561.7 3.62 9255.4 1647.2 276.4 76
Öngulsstaðahr. 2792.4 3.53 9851.6 1639.4 193.0 203
Saurbæjarhr. 2493.0 3.62 9032.6 1530.6 74.4 134
Hrafnagilshr 2655.7 3.60 9557.2 1611.6 185.1 122
Glæsibæjarhr. 2514.0 3.58 9004.3 1535.2 143.9 119
Arn.og.Skr.hr. 2702.4 3.59 9702.1 1604.3 146.4 136
Heildarmeðaltal 2640.9 3.58 9457.7 1595.7
Öngulsstaðahreppur hefur sem fyr hæsta ársnyt. Fóð-
ureyðsla er einna mest á Svalbarðsströnd og kjarnfóður-
gjöf langmest. Stafar það að mínum dómi af því, að sum-
arhagar eru þar minni og Iélegri en í hinum hreppunum
yfirleitt og ennfremur af því, að þeir sýna mjög mikla við-
leitni á að fóðra kýr sínar vel, þótt það sé að vísu víðar
gert.