Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 100
102
Eins og gert hefir verið að undanförnu, tók ég útdrátt
úr kúaskýrslunuin yfir þær fullmjólkandi kýr, er gefið
hafa yfir 10000 fitueiningar. í fyrsta flokki eru þær kýr,
sem mjólkað hafa yfir 3500 kg., í öðrum fl. þær, sem
injólka milli 3000 og 3500, enda gefið a. m. k. 10 þús.
fitueiningar, og í þriðja flokki þær, sem mjlóka innan við
3000 kg. en gefa yfir 10000 fitueiningar.
Tafla II.
% af full-
I. fl. II. fl. III. fl. mj. kúm
Nautgripar.fél. Svalbarðsstr. 0 11 10 27.6
— Öngulsstaðahr. 29 28 32 43.8
— Saurbæjarhr. 2 13 23 28.4
— Hrafnagilshr. 11 17 18 37.7
— Glæsibæjarhr. 3 12 22 31.1
— Arnarness- og Skriðuhr. 8 26 22 41.2
Eins og Öngulsstaðahreppur hefur hæsta meðalársnyt,
hefur hann hlutfallslega flestar kýr í þessum þrem flokk-
um og í I. fl. langflestar. Fyrsta flokks kýrnar eru allar,
að einni undanskildri úr úthluta hreppsins, og þessi eina
er þó ættuð úr ytri hlutanum, eða af svæði því, er naut-
griparæktarfélagið hefir starfað á síðan 1917. Ég dreg
ekki í efa að þetta sé að langmestu leyti árangur félags-
skaparins. Þá vil ég og geta þess, að 2 ófullmjólka kýr
úr úthluta Öngulsstaðahrepps mjólkuðu yfir 3500 kg., þ.
e. kýr að fyrsta og öðrum kálfi. Nokkrar kýr ófullmj.
voru í öllum hreppunum, er gáfu yfir 10000 fitueiningar.
Þá set ég hér töflu (sjá töflu III) yfir þær kýr, er árið
1934 gáfu yfir 150 kg. reiknað smjör, burðardag, nythæð
þeirra, fitu og fóðureyðslu. Allmargar þeirra hafa undan-
farin ár gefið álíka mikið og eru það tvímælalaust mjög
góðar kýr.