Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 102
104
Fóðureyðslan er talsvert misjöfn, bæði hvað heildarfóð-
ur snertir og kjarnfóður. Ein af þessum kúm hefur ein-
göngu fengið heyfóður, en á þeirri jörð eru hey líka eðlis-
góð og sumarhagar mjög góðir. Annars má auðvitað ekki
taka tölu fóðureininga alveg bókstaflega. Heyfóðrið, sem
er aðalfóðrið, er mjög misjafnt að gæðum á ýmsum heim-
ilum og veldur því margt. Hinsvegar er naumast hægt
annað, þegar lagt er í fóðureiningu, en hafa alstaðar
nokkurnveginn sama þunga af heyinu. Ég vil t. d. geta
þess, um eina kúna, sem fæstar fóðureiningar hefur feng-
ið, að á því heimili mun taða vera einhver sú eðlisbesta,
sem völ er á.
Um nautgriparæktina í heild er það að segja, að hið
erfiða tíðarfar sumarið 1934 hefir haft mikil áhrif. Hin
miklu úrfelli síðari hluta sumars, og hin hröktu hey, sem
kýrnar urðu síðan að fóðrast á, gerðu það að verkum, að
þær töpuðu mjög nyt yfirleitt þennan tíma og þar af leið-
andi lækkaði ársnytin. Má þó gera ráð fyrir, að þessar af-
leiðingar komi ennþá meira fram árið 1935.
Síðari hluta apríl og fyrri hluta maí fór eg aftur eftir-
litsferð um sambandssvæðið. Athugaði ég skýrsluhald og
lagfærði víða og Ieit eftir fóðrun kúnna. Mjög víða voru
kýr magrar og úfnar í hárum, og báru sorglega glöggar
menjar eftir lélegt heyfóður frá sumrinu 1934. Yfirleitt
hafði verið gefinn mikill fóðurbætir, en þó hvergi nærri
hrokkið til að bæta upp heyfóðrið. Sýnir það, að farsælast
verður til góðra þrifa búpeningsins, að bændur hafi kjarn-
góð og vel verkuð hey að fóðra á. Léleg hey má að vísu
mjög bæta með kjarnfóðri, en til þess þarf að nota það
skynsamlega og haga sér eftir því hverja raun það gefur.
Eg er ekki í vafa um, að betri árangri hefði mátt ná með
öllum þeirn fóðurbæti, sem gefinn var, ef allir þeir, sem
við fóðrun fást, hefðu góða þekkingu á undirstöðuatriðum
fóðurfræðinnar. Hinsvegar er margt lítt rannsakað um