Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 103
105
hröktu heyin okkar og ýmislegt er þau mál snertir, og er
hin mesta nauðsyn á, að ráðin verði bót á því hið allra
fyrsta.En mér virðist of víða brydda á skilningsleysi á því,
að góð þrif í búfénu eru undirstaða arðsemi þess, og að
ekki er að vænta mikilla afurða frá holdgrönnuin og van-
fóðruðum skepnum.
Þessvegna er ég ekki í vafa utn, að höfuðáherslu ber að
Ieggja á það í nautgriparæktinni, að bæta meðferðina,
þótt hitt sé líka höfuðatriði, að bæta kúakynið, en kyn-
bæturnar ná bara ekki tilgangi sínum nema fóðrun og
umhirða svari til afurðanna og batni að sama skapi, sem
kýrnar batna og vel það. Þetta verður að brýna fyrir
bændum og ekki síst nú þegar skriður er að kotnast á það,
að best kynjuðu kálfarnir eru aldir upp og seldir bændum
hér og hvar. Þá ríður á fullum skilningi á því, að notin af
þessu eru því aðeins viss, að uppeldi sé vandað og með-
ferðin á góðu kúnum sé betri heldur en á þeim lélegu.
Eg gat þess í upphafi, að ég hefði verið ráðinn til vors
1935 eða 15. maí. í aprílmánuði sl. ár var ég svo ráðinn
til að gegna störfum fyrir Búnaðarsambandið frá 15. maí
1935 til sama tíma 1936. Hefi ég síðan annast bæði fitu-
' mælingar og mælingu jarðabóta. Fiturannsóknir hefi ég
gert 4, í júní, ágúst, október og desember. Set eg hér tölu
sýnishorna er rannsökuð voru í hvert sinn og til saman
burðar hliðstæðar tölur 1933.
Ár Júní Ágúst Október Desember
1935 1187 1218 1094 1049
1933 998 1047 974 970
Eftirlitsferð fór eg svo um sambandssvæðið í nóvember
og desember. Jarðabótamælingar byrjaði ég í júní og
stóðu þær yfir fram í október. Vegna veikingaforfalla
minna þurfti ég að fá mann fyrir mig til mælinga nokkra
daga í haust. Auk þess var Björn Símonarson fenginn til