Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 105
108
ir, að bæiulur eru nú að vakna til skilnings á gildi þessar-
ar heyverkunaraðferðar bæði vegna fóðrunar og sem
bjargráða í óþurkatíð.
Einn liður er á jarðabótaskýrslunum, sem telur áber-
andi fá dagsverk, og það er framræslan. Eg er ekki kunn-
ugur því, hvernig þessu hefur áður verið varið, en mér
þykir sennilegt, að dagsverkatalan hafi verið svipuð. Mér
virðist það talsvert alvarlegt mál, hve lítið hefur verið
unnið að framræslu. Mikið af nýrækt síðustu ára er gerð
úr háifdeigjum, lítt þurkuðum. Taðan, sem svo fæst af
þessum votlendisnýræktum, reynist mjög illa til fóðurs,
jafnvel þótt hún sé vel verkuð. Þó tekur út yfir, þegar á
svona land er borinn einhæfur áburður, — saltpétur. —
þegar þessi taða er slegin úr sér sprottin og hrekst svo
i þokkabót. Eg þykist hafa séð þess mjög skýr dæmi, að
slík taða er ótrúlega lítils virði til fóðurs. Kýrnar þrífast
ekki, og feitimagn mjólkurinnar lækkar. Ég er þeirrar
skoðunar, að orsakir þessa sé steinefnaskortur, sem aftur
stafar af vantandi framræslu. Það álit er nú alment á or-
sökum kúadauðans hér í Eyjafirði í fyrravetur, að þær
hafi verið steinefnavöntun. Það eru lika til votlendar ný-
ræktir á mörgum þeim heimilum, sem slíkt kom fyrir, og
virðist mér það láta að líkum.
Nú er það engan veginn svo, að eg telji bændur eiga
á þessu höfuðsök. Á það er að líta, að nýyrkjan, sem yfir-
leitt hefur setið fyrir, hefur verið framkvæmd af tiltölu-
lega stórvirkum véluin og verkfærum, eða þá a. m. k.
unnin með hestverkfærum. Hinsvegar verður að vinna að
framræslunni með mannkrafti að mestu leyti, og beita við
hana einu hinu frumstæðasta tæki, rekunni. Það er því
engin furða, þótt framræslan vilji verða á hakanum í
þeirri fólksfæð, sem nú er við landbúnaðarstörf.
Fjöldi bænda eru einyrkjar. Dagleg nauðsynjastörf við