Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Side 106
109
búsýsluna krefjast óskiptra krafta þeirra 12—14 stundir
eða lengur á dag mestan hluta ársins. Það er því alveg
eðlilegt, að þeim gefist lítill tími til skurðagerða og að
þeim verði fyrst fyrir, að stækka ræktaða landið til þess
að fá meira heymagn og meira slétt land til að heyja, þeg-
ar völ er á stórvirkum tækjum til þess. Þegar ofan á þess-
ar orsakir bætist það, að framræslan hefur verið hin mesta
hornreka um styrkveitingar eftir jarðræktarlögunum, þá
fer að verða skiljanlegt, að framræslan er ekki hár liður í
jarðabótaskýrslunum.
Á þessu þarf og hlýtur að verða breyting. Eg er sann-
færður um, að yfirleitt er nú framræslan ein allra þarfasta
jarðabótin og mest aðkaliandi, bæði til að bjarga stór-
kostlegum nýræktarverðmætum og til að bæta það órækt-
að land, sem nú er ýmist notað til slægna eða beitar. Eg
tel að Alþingi beri skylda til að stuðla að þessu með því
að hækka að miklum mun styrk til framræsiu, svo að sam-
ræmi fáist í þeim efnum við nýræktina.
Formaður Búnaðarsambandsins fól mér, jafnframt
jarðabötamælingunum, að safna skýrslum um hestverk-
færaeign bænda á sambandssvæðinu og ennfremur um
votheysgryfjur, áburðarhús og safnþrær. Birtast hér því
skýrslur um þetta efni (sjá töflur V og VI). Á verkfæra-
skýrsluna set ég tölu býla. En þess vil eg geta um leið að
vel má vera, að þar skakki einhverju í sumum hreppun-
um. Eg hefi stuðst við síðustu jarðamatsbók, en felt úr
eyðijarðir eftir því, sem ég vissi um og ekki talið gras-
býli. En í allmörgum hreppum skorti mig kunnugleika til
að gera þetta með fullri nákvæmni. Þrátt fyrir þetta mun
þó mega styðjast við býlatalið, þegar gerður er saman-
burður á hreppunum og þótti því réttara að setja það.
Um skýrslurnar sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða. Les-
endur geta sjálfir dregið þær ályktanir út úr þeim er þeim
sýnist. Mér þykir þó rétt að bendaá, hve iniklu útbreiddari