Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Side 109
Langmestur hluti heyvinnuvélanna er frá árunum um
og eftir 1930. Sláttuvélarnar eru langflestar Herkúles, en
rakstrarvélarnar Deering, að meiri hluta. Herkúles er og
og allvíða til. Af plógum eru K. L. plógarnir algengastir,
en á allmörgum stöðum eru gömlu Sigurðarplógarnir til.
Síðari skýrslan sýnir, að margir hrepparnir eru ennþá
skamt á veg komnir með áburðarhirðinguna. Votheysgryfj-
ur eru tiltölulega flestar á Svalbarðsströnd, öngulsstaða-
hreppi og Svarfaðardal og má telja að þar sé orðið allgott
ástand i þessum efnum. Hinsvegar eru þeir margir hrepp-
arnir, þar sem raunalega lítið er um votheysgryfjur.
Væntanlega kemst nú skriður á gryfjubyggingar í þeim
hreppum, sem skemst eru á veg komnir, því að telja má
líklegt að síðastliðin 2 óþurkasumur hafi alment opnað
augu manna á gildi þeirra.
Það verður fróðlegt að sjá hverjar breytingar verða í
þessum efnum á næstu árum. Vonandi fjölgar votheys-
gryfjum og þvaggryfjum með meiri hraða en hingað til
og þyrftu þær að verða til á hverju heimili að 10 árum
liðnum. Er vonandi að Alþingi láti ekki sitt eftir liggja
að stuðla að því að svo geti orðið.
28. febrúar 1936.
Jónas Pétursson.
III. Aðalfundargerð 1935.
Ár 1935, þann 26. janúar, var aðalfundur Búnaðarsam-
bands Eyjafjarðar haldinn í húsi Ræktunarfélags Norður-
iands, Akureyri.
Formaður sambandsins, Ólafur Jónsson, setti fundinn
og var kosinn fundarstjóri. Var þá stungið upp á skrifur-
um, þeim Halldóri Guðlaugssyni, Hvammi, og Birni Jó-
hannssyni, Laugalandi, var það samþykt.